Langar þig í afslöppun og smá fjör í sólinni?
Það er það sem allt snýst um á Benidorm, sem er á Costa Blanca. Nafnið þýðir “Hvíta ströndin” og hún stendur vel undir nafni. Strandlengjan er gullfalleg, hvítur sandur svo langt sem augað eygir, og óviðjafnanleg sólin heldur henni volgri allt árið um kring. Á Benidorm finna allir eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það eru veitingastaðir og barir, sundlaugagarðar eða bara rólegheitin á ströndinni, er alveg ljóst að um frábæran sólarstað er að ræða.
Frá árinu 1960 hefur Benidorm vaxið úr litlu þorpi eina af stærstu borgum héraðsins. Ólíkt öðrum borgum Costa Blanca héraðsins skartar Benidorm ótrúlegum fjölda himinhárra hótelbygginga meðfram strandlengjunni. Borgin er stundum kölluð „Manhattan“ Spánar eða Beniyork (New York Evrópu). Fjallið Puig Campana, 1406 m rís hátt og tígulegt yfir borginni.
Benidorm er einn vinsælasti sumaráfangastaður Costa Blanca strandarinnar.
Skemmtigarðar og vatnsrennibrautagarðar – Þeir bestu á Spáni!
Benidorm er skemmtileg, það er alveg ljóst! Renndu þér í sólinni eða skelltu þér í skemmtigarð með alla fjölskylduna, það slær í gegn!
Terra Mitica-skemmtigarðurinn;– Fjör fyrir alla fjölskylduna
Stærsti og skemmtilegasti garður í Evrópu! Stórkostlegir rússíbanar af öllum stærðum og gerðum, sýningar á hverju strái, sjóræningjar, skylmingaþrælar og ýmislegt fleira, meðal annars stórfenglegar leiksýningar á kvöldin. Frábær skemmtun fyrir unga sem aldna.
Vegalengd er ca 10 km frá flestum hótelum á Benidorm.
Aqualandia;– Vatnsrennibrautagarður í heimsklassa
Big Bang eða Kamikaze? Báðar rennibrautirnar? Ekkert mál, þær eru hver annarri betri í þessum frábæra garði. Stórskemmtilegt lón er í garðinum þar sem finna má svæði fyrir börn, og alla hina líka! Slettu úr klaufunum í Aqualandia, þaðan sem allir fara heim með bros á vör.
Vegalengd er ca 1-5 km frá flestum hótelum á Benidorm.
Mundomar;– Vatnaveröld og framandi dýralíf
Heillandi ævintýraland með fallegu sjávarlífi og framandi fuglalífi. Sjáðu dansandi höfrunga, sæljónin leika sér, páfagaukasýninguna og farðu með börnin í barnalandið. Og ekki gleyma hinu risastóra fiskabúri þar sem litadýrðin og fjölbreytnin er æðisleg. Frábær garður.
Vegalengd er ca 1-5 km frá flestum hótelum á Benidorm.
Terra Natura;– Glænýr náttúrulífsgarður
Engar sýnilegar hindranir á milli þín og dýranna. Sjáðu undur náttúrunnar með eigin augum á stórfenglegum sýningum og með snilldarlega útsettum atriðum. Í garðinum færðu tvo fyrir einn, þar er líka Aqua-Natura garðurinn. Þessi frábæri vatnsrennibrautagarður býður uppá skemmtun og afslöppun áður en þú snýrð aftur heim í sólskinsskapi.
Vegalengd er ca 10-15 km frá flestum hótelum á Benidorm.