fbpx Las Palmas | Vita

Upplifðu borgarferð og afslöppun í sömu ferð.

Borgin

Borgin kemur skemmtilega á óvart en hún hefur svo langtum meira upp á að bjóða heldur en venjulegar stórborgir gera. Það má sega að borgin hafi þrjú miðsvæði, en fyrst er að nefna nyrsta svæðið. Þar er frábær 3km strandlengja með góðri göngugötu sem gaman er að rölta meðfram. Ströndin er með öllu sem hægt er að hugsa sér og er klettabelti fyrir utan þar sem hægt er að synda út í og snorkla. Frá Parque Santa Catalina torgi er hægt að fara í rómantíska hestvagnaferð um borgina. Einnig er yndislegt að borða við smábátahöfnina Muelle deportivo þar sem fallegt útsýni er yfir hafnarsvæðið í Las Palmas. Að lokum er frábært að hella sér út í kvöld og næturlífið og taka smá „Salsa eða Latinó“ stuð.  Matarstemmingin í Las Palmas er öll flóran, allt frá skyndibitastöðum, góðum tapasbörum upp í dýrindis veitingastaði.

Elsta svæðið

Vegueta er elsta svæðið en þar er dómkirkjan, Kólembusarsafnið og karabíska þjóðminjasafnið staðsett, menningin í hnotskurn. Gaman er að skoða matvörumarkaðinn og þar nálægt er einnig ein stærsta göngugata, Triana með öllum helstu verslunum, m.a H&M, Zara og Desigual.

Þriðja svæðið

Mesa y Lopes, þar sem verslunin El Corte Ingles er ásamt flottum verslunum á heimsmælikvarða. Við spænska torgið við enda breiðgötunnar eru frábærir veitingastaðir, bæði stórir og smáir.

Stórverslunarkjarnar

Hægt er að finna stórverslunarkjarna rétt fyrir utan borgina og má þar helst nefna Las Arenas og El Mirador sem státa af fjölda verslanna.

Ath. að ferðalangar verða sjálfir að sjá um að koma sér til og frá flugvelli og ekki er fararstjóri á staðnum. Það tekur um hálftíma að keyra frá flugvellinum til Las Palmas.

Myndir: 
Mynd: 
las_palmas_vita

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun