fbpx Maspalomas | Vita

Í túnfæti Ensku strandarinnar liggur Maspalomas með sínum gylltu sandbylgjum og fagurri strönd.
Í beinu framhaldi rís Meloneras-hverfið sem er aðeins nýrra en í kringum Ensku ströndina.
Þarna er byggðin öllu lágreistari og umgjörðin öll rólegri. Báðir staðirnir státa af verslunum, veitingahúsum, kaffihúsum, börum, golfvöllum og strandgötum, sem gaman er að rölta um.

Skemmti- og fjölskyldustaðurinn Holiday World

Skemmtigarðurinn Holiday World er í Maspalomas. 

Palmitos Park

Skemmtilegur dýragarður sem er staðsettur í um 12 km fjarlægð eða um 5-10 mínútna aksturfjarlægð frá Maspalomas.

Dýragarðurinn Cocodrilo Park

Þetta er annar garður sem er í um 30 km fjarlægð eða um 20-30 mínútna akstursfjarlægð frá Ensku ströndinni.

Sioux City 

Gamall tökustaður fyrir kúrekamyndir, staðsettur um 8 km frá Maspalomas eða í um 10 mínútna akstursfjarlægð.  

Aqualand

Skemmtilegur vatnsrennibrautargarður ofan við Maspalomas. Fjarlægðin er um 5 km eða um 5-7 mínútna akstur. 

Mundo Aborigen

Frumbyggjasafnið er staðsett í um 10 km fjarlægð frá Maspalomas í átt að Fataga. Akstur tekur um 10-15 mínútur. 

Hangar 37

,,Airsoft" leikir á velli með ýmiss konar felustaði og hindranir. Fjarlægðin er um 10 km frá Maspalomas og akstur tekur um 5-10 mínútur. 

Angry Birds Garður

Þessi garður er með úrval leiktækja fyrir yngri kynslóðina. Hann er um 20 km frá Maspalomas og aksturinn þangað tekur 15-20 mínútur. 

Myndir: 
Mynd: 
ifa_faro_kanari_3.jpg

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun