fbpx Varadero | Vita

Strandbærinn Varadero

Þessi bær með sínum hvítu ströndum og ylvolga sjó er í tveggja klukkustunda akstri austur af Havanaborg. Bærinn stendur á tanga þar sem mikil og glæsileg uppbygging hefur átt sér stað á síðustu árum.  Aðgrunnt er á strönd Varadero og auðvelt að vaða langt í sjó fram. Þar er hægt að stunda alls kyns sjóíþóttir: fara á sjóskíði, sigla á skútum eða að fara í stangveiði.

Golf

Fyrir golfáhugamenn er frábær aðstaða  á fallegum 18 holu golfvelli. Á miðjum tanganum er bærinn þar sem finna má verslanir og veitingastaði.

Dagsferðir

Ef fólk vill slíta sig burt frá ljúfa lífinu í Varadero, þá er hægt að skjótast í borgarferð til Havana. Einnig er tilvalið að fara suður til Cienfuegos og Trinidad - tveggja borga sem byggðar voru upp af afrakstri sykurframleiðslu nýlendutímans og jafnvel koma við í Svínaflóa á leiðinni. Þar mistókst and-byltingarsinnum, studdir af Bandaríkjastjórn, að komast á land árið 1961 í þeim tilgangi að reka Kastró burt frá völdum.

Í Varadero og nágrenni er því allt til alls til að gera fríið ógleymanlegt.

Myndir: 
Mynd: 
kuba_14_Vita.jpg

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun