Vatnsrennibrautagarðar:
Aqualand - 20 mínútna akstur frá Albufeira og 15 mínútna akstur frá Salgados. Hérna er hægt að finna vatna afþreyingu við allra hæfi. Aqualand er keðja af vatnagörðum starfræktir af spænskri ferðaþjónustu. Garðarnir eru 5 á Spáni, einn í Portúgal og sjö í Frakklandi. Garðarnir fá góða umsögn og eru vinsælir, sérstaklega hjá fjölskyldu fólki. Rennibrautin Bonzai Boggan er til dæmis 23 metra fall sem þeytir þér síðan yfir laug fyrir neðan, Kamikaze er enn stærri eða um 36 metrar og Anacondan samanstendur af 5 frábærum rennibrautum. Yngri börnin geta leikið sér í "the Mini park" þar sem þú finnur minni rennibrautir, sturtur og stóra Crayon liti í grunnri laug. Að lokum er hægt að slappa af og láta sig fljóta niður 270 m Congo River.
Slide and Splash - 30 mínútna akstur frá Albufeira og 25 mínútna akstur frá Salgados. Fjölskylduvænn, á 25 ára farsæla sögu. Einn af þeim stærstu í Evrópu. Garðurinn er stærsti vatnagarður Portúgals með góðri aðstöðu, nóg af bílastæðum og fínum samgöngum til og frá. Við mælum með Kamikaze eða the Black hole áður en þú ferð í kapp við vinina niður the Bonzai. Slide and Splas er einnig með gott barnasvæði og staði til að slaka á.
Aquashow Park - 30 mínútna akstur frá Albufeira og 30 mínútna akstur frá Salgados. Garðurinn hefur einnig að geyma tívolí, úrval af framandi fuglum, skriðdýr og safn. Eldri krakkar elska Wild Snake rennibrautina sem er 16 metra hringlaga braut. Adrenalín áhugafólk hefur líka einstaklega gaman að The White fall. Aqualand innan Aquashow Park er fyrir yngri börnin. Einnig er hægt að láta sig fljóta niður Lazy River. Á staðnum er úrval veitingastaða og verslana. Aðstaðan er frábær og möguleikarnir óteljandi.