Fátt er eins afslappandi eins og að sitja á ekta ítölsku kaffihúsi á fallegu torgi af, horfa í kringum sig og virða fyrir sér lífið í borginni.
Almennir veitingastaðir “opna” eldhúsið ekki fyrr en kl. 19:30 og flest allt er lokað fyrir hádegi á mánudögum. Ristorante (dýrast), Trattoria/Tavola calda/Pizzeria (ódýrari), Bar(ir) (ódýrastir). Á börum/skyndibitastöðum er yfirleitt fyrst greitt við kassann og fengin kassakvittun, “scontrino”, og henni síðan framvísað við afgreiðsluborð.
Veitingastaðir og kaffihús:
Mannlífið er fjörugt í Róm jafnt að degi sem á kvöldin og hefur sinn sérstæða ítalska brag. Út um allt í Róm eru skínandi kaffihús og má þar nefna Sant’Eustachio á samnefndu torgi sem er talið besta kaffihús Rómar og viðeigandi fyrir Íslendinga, sem eru miklir kaffidýrkendur, að sötra þar dýrindis kaffi. Café Rosati á Piazza del Popolo er einnig eitt af þekktari kaffihúsum borgarinnar og Antico Café Greco í Via Condotti skammt frá Spænska torginu á sér fræga sögu frá því að menntaðir menn sóttu menningarborgina Róm heim. Giolitti, Via Uffici del Vicario 40, er vinsæll viðkomustaður á kvöldin í Róm og þar er boðið upp á kökur og ís af betra taginu.
Veitingastaðir borgarinnar eru flestir prýðisgóðir og þá má finna nánast í hverri götu, bæði dýra og ódýra. Fyrir þá sem vilja fá sér góðan málsverð er tilvalið að fara í Trastevere hverfið eða hverfið í kringum markaðstorgið Campo dei Fiori og út eftir götunum Via Monserrato og Via dei Banchi Vecchi. Þar eru veitingastaðir sem innfæddir flykkjast á. Sama má segja um Via del Governo Vecchio, göturnar upp að Santa Maria di Pace kirkjunni og við Fontana di Trevi og Piazza di Spagna. Að benda á staði er nú oft að bera í bakkafullan lækinn.
Hér eru nokkrir veitingastaðir sem farþegar okkar hafa mælt með:
Osteria dei Belli
P.di S. Apollonia 9
Góður staður í Trastevere rétt við Piazza Sta Maria
Sardenískt eldhús.
Il Brillo Parlante
Via della Fontanella 12 (nálægt Piazza del Popolo)
Pizzeria og ristorante, vinsæll hjá heimamönnum.
Otello alla Concordia
Via Croce 8
Ekta rómverkst eldhús, nálægt Piazza di Spagna.
Da Francesco
Piazza del Fico
Trattoria – Pizzeria
Sor Lella
Via Ponte Quattro Capi 16
Veitingastaður í fínni kantinum, frekar dýr.
Il Chianti
Via del Lavatore 81/82 A
Skemmtilegur staður í nánd við Fontana di Trevi
L´Orso 80
Via dell Orso 33, nálægt Piazza Navona, rétt við Tíber.