fbpx Ameríska ströndin | Vita

Ameríska ströndin

Playa de las Américas

Eitthvað fyrir alla

 

Ýmis afþreying

Hlýtt og gott veðurfar gerir amerísku ströndina að vinsælum áfangastað allt árið um kring. Fjölskyldur elska að eyða deginum á amerísku ströndinni því þar er fjölmargt um að vera fyrir börn. Skemmtilegast af öllu er auðvitað að leika sér í gylltum sandinum og volgum, stilltum sjónum. Þar er líka hægt að stunda skemmtilegar vatnaíþróttir eins og að leigja sæþotu, læra köfun eða fara að snorkla, fara á vindbretti eða brimbretti. Einnig er hægt að fara í siglingu að skoða landslagið, leita að hvölum eða höfrungum, skoða hafsbotninn í kafbát eða fara í ferð á sjóræningjaskipi.
Möguleikarnir til skemmtunar eru svo sannarlega endalausir.

 

Fjör og skemmtun

Á amerísku ströndinni er gott að slaka á við sjávarsíðuna og jafnvel kíkja á göngugötuna, Verónicas, sem er pökkuð af klúbbum, kabarett börum, pöbbum með lifandi tónlist, verslunum og veitingahúsum. Þarna lifnar hvert kvöld við, baðað í neonljósum, popptónlist og fólki sem dansar á götum úti. Ef þú ert að leita að rólegheitum er Verónicas og svæðin þar í kring ef til vill ekki fyrir þig en þú þarft þó ekki að fara langt út fyrir svæðið til að finna stemninguna sem þú leitar að.

 

Golf

Golf las Américas er 18 holu völlur í hjarta bæjarins. Útsýnið þar er frábært, landslagið fallegt og völlurinn sléttur og krefjandi. Fleiri áhugaverðir golfvellir eru á svæðinu svo það er gaman að prófa sig áfram með kylfurnar.

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun