Einar Sigfússon og Anna Sigþórsdóttir
Fararstjóri
Fararstjórar fyrir Íslendinga frá árinu 2000.
Einar hefur ásamt eiginkonu sinni, Önnu Kristín Sigþórsdóttur, verið fararstjóri fyrir Íslendinga í skíðaferðum til Ítalíu frá árinu 2000. Þau hjónin þekkja brekkurnar í Selva og Madonna eins og lófann á sér og hafa aflað sér mikillar þekkingar um svæðið og sögu þess á undanförnum árum.
Þau hjónin eru mikið íþrótta- og útivistarfólk og hafa lengst af staðið að rekstri íþróttavöruverslana á Íslandi. Auk þess að vera fararstjórar í skíðaferðum VITA eiga þau og reka Haffjarðará á Snæfellsnesi.