Elín og Borgar
Fararstjóri
Stofnuðu ferðaskrifstofuna Afríka Ævintýraferðir í Nairobi Kenya árið 1997. Elín og Borgar hafa búið um hríð í Kenya og þekkja Austur Afríku vel.
Það var árið 1992 að Borgar Þorsteinsson fór sína fyrstu ferð til Afríku og ferðaðist um álfuna í 6 mánuði. Borgar hefur jafnframt ferðast mun víðar á framandi slóðum, m.a. farið um stóran hluta Asíu og Suður-Ameríku en alltaf hefur Austur-Afríka heillað hann mest enda ótrúlega heillandi og fjölbreytt álfa. Borgar hefur farið til Afríku á hverju ári síðan 1992 (og yfirleitt oft á ári) í bæði stutta sem langa leiðangra.
Árið 1997 stofnaði Borgar ferðaskrifstofuna Explore Africa (Afríka Ævintýraferðir) í Nairobi, Kenya ásamt Elínu Þorgeirsdóttur eiginkonu sinni. Elín og Borgar hafa jafnframt búið um hríð í Kenya og er óhætt að fullyrða að fáir Íslendingar þekki Austur Afríku jafnvel og þau hjónin. Þar eiga þau einnig innfædda vini sem þau heimsækja þegar tækifæri er til.
Farþegar VITA njóta reynslu þeirra hjóna auk hinna innfæddu fararstjóra því að þeir þekkja bestu gististaðina, bestu staðina til að sjá dýrin og hvenær er best að fara að skoða ákveðin dýr. Oft geta fararstjórar beint viðskiptavinum á fáfarnari staði sem magnar enn meira þá sterku upplifun sem Afríka býður upp á.