Fabio Teixidó
Fararstjóri
Fabio er leiðsögumaður, spænskur þýðandi, löggiltur skjalaþýðandi og hefur þýtt íslenskar bókmenntir yfir á spænsku. Hann hefur einnig unnið sem spænskukennari fyrir Íslendinga.
Fabio er spænskur þýðandi frá Zaragoza sem kom til Íslands árið 2008. Hann lauk B.A.-prófi í þýðingafræði og túlkun frá Háskóla Barcelona og B.A.-prófi í íslensku sem öðru máli frá Háskóla Íslands. Hann er löggiltur skjalaþýðandi en einnig hefur hann þýtt íslenskar bókmenntir yfir á spænsku m.a. glæpasögur eftir Arnald Indriðason og Yrsu Sigurðardóttur.
Hann hefur einnig unnið sem spænskukennari fyrir Íslendinga í ýmsum tungumálaskólum í Reykjavík, bæði fyrir byrjendur og lengra komna og fullorðna og unglinga. Hann er leiðsögumaður fyrir spænskumælandi ferðamenn á Íslandi. Áður en hann kom til Íslands bjó hann í Barcelona, London og Munchen.