Guðmundur Viðar Karlsson
Fararstjóri
Fararstjóra- og leiðsögumannastörf hefur Guðmundur unnið á hverju ári síðan 1981. Hann hefur farið í allnokkrar ferðir á vegum VITA til hinna ýmsu áfangastaða.
Að loknum prófum í þýsku, sögu, ensku og ítölsku við Háskóla Íslands og háskóla í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Ítalíu hefur Guðmundur kennt þýsku við Háskóla Íslands og þýsku og stundum einnig ítölsku og sögu við Menntaskólann við Sund síðan 1980.
Guðmundur tók leiðsögumannapróf frá Leiðsöguskóla Íslands 1984 – og hefur einnig þýtt þrjár bækur, úr sænsku, ítölsku og þýsku.
Fararstjóra- og leiðsögumannastörf jöfnum höndum heima og erlendis. Fyrstu sumurin í ýmiss konar ferðum um Ísland þvert og endilangt og á annað hundrað ferðum til Grænlands, síðan tóku einnig við störf á sólarströndum Portúgals, Ítalíu, Kýpur, Krítar og Tyrklands í 15 sumur.
Sérferðir erlendis hófust upp úr 1990 og hefur Guðmundur t.d. farið í ótaldar menningarferðir um Evrópulönd. Af stórborgum álfunnar eru honum Berlín, Lissabon, Róm og Flórens hjartfólgnastar, en Ítalía er það Evrópuland sem hvað mest hefur laðað hann og seitt í fjóra áratugi. Guðmundur hefur einnig farið í skemmtisiglingar, gönguferðir og í fjöldan allan af leiguflugsferðum til áfangastaða í fjórum heimsálfum. Hann getur því státað af ómældri og fjölþættri reynslu í leiðsögn og fararstjórn.
Ferðir:
-
Verð frá
129.900kr
Verð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunverði á Ariston, 2.desember, 4 nætur
-
Madeira
Einstök náttúrufegurð og góður matur
» Nánar
Beint flug með Icelandair
18. - 22. sept, 4 nætur
22.sept - 1.okt, 9 næturVerð frá
137.400kr
Á mann m.v. 2 í herbergi með morgunverði á Allegro Madeira, 18.sept í 4 nætur