Gunnhildur Gunnarsdóttir
Fararstjóri
Gunnhildur er Mag. Phil. frá Kaiser - Franzens Universität Graz og löggiltur leiðsögumaður.
Hún hefur starfað við leiðsögn víðsvegar ásamt því að kenna þýsku og ferðamálafræði.
Gunnhildur er fædd og uppalin í Vesturbænum en eftir stúdentspróf flutti hún til Austurríkis þar sem hún stundaði háskólanám í menntunarfræðum og sálfræði.
Eftir háskólanám fluttist hún til Vínarborgar og þá búin að eignast litla dóttur, fór hún í leiðsögumannanám og tók leiðsögumannaprófið árið 1998 og er löggildur leiðsögumaður í Austurríki.
Gunnhildur skipulagði ýmisskonar ferðir bæði fyrir Ameríkana, Skandínavíubúa sem og Íslendinga - og auk þess að vinna í Vín, vann hún sömuleiðis við fararstjórn í hinum ýmsu löndum Evrópu : Austurríki, Þýsklandi, Slóvakíu, Tékkland, Ungverjalandi, Slóveníu, Króatíu, Tyrklandi, Grikklandi, Ítalíu, Spáni.......
Eftir 18 góð ár í Austurríki, flutti hún til Malasíu þar sem yngri dóttir hennar fæddist árið 2006. Eftir fæðingarorlof, byrjaði Gunnhildur að skipuleggja ferðir til Malasíu og í Suð - Austur Asíu og notaði einnig tækifærið til að ferðast mikið um álfuna.
Hún hefur verið með hópa t.d. í : Malasíu ( einnig Borneó), Singapore, Laos, Vietnam, Hong Kong, Kína, Tælandi, Japan, Filipseyjum, Suður - Kóreu, Sameinuðu Furstdæmunum, Katar, Ameríku, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Frönsku Pólynesíu.......
Undanfarin ár hefur hún einnig farið til Afríku með hópa, m.a. til Suður - Afríku og Kenía þar sem hún starfar einnig sem sjálfboðaliði
Eftir 21 ár í útlöndum flutti Gunnhildur aftur heim til Íslands og samhliða fararstjórn, hefur Gunnhildur unnið sem menntaskólakennari, kennslustjóri Lýðskólans á Flateyri og er einnig
markþjálfi og teymisþjálfi.