Héðinn Svarfdal Björnsson
Fararstjóri
Héðinn er um þessar mundir búsettur á Akureyri. Hann hefur ferðast um víða veröld, sérstaklega til Austur- og Suðaustur-Asíu.
Héðinn Svarfdal Björnsson fæddist á Akureyri árið 1974 en ólst upp að mestu í Minnesota í Bandaríkjunum. Eftir að hafa lokið framhaldsskólanámi heima á Íslandi lauk hann svo BA-námi í Maine og MA-námi í Boston í Massachusetts.
Héðinn er menntaður félagssálfræðingur og vann í nokkur ár á Englandi, Kína og Kosta Ríka áður en hann flutti aftur heim til Íslands, en einnig hefur starfað hér á landi, m.a. sem verkefnisstjóri á Lýðheilsustöð, Embætti landlæknis og nú Starfsendurhæfingu Norðurlands. Héðinn var einnig aðjúnkt í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og stundakennari við tvö aðra háskóla, ásamt því að taka enn að sér námskeiðahald ýmis konar.
Í gegnum tíðina hefur Héðinn ferðast um víða veröld, þ.m.t. til Norður- og Suður-Ameríku, Ástralíu, Asíu, Afríku og Evrópu. Hann hefur tekið að sér margar ferðir til ýmissa áfangastaða sem fararstjóri, m.a. til Singapúr, Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna, Karíbahafsins, margra landa í Suður-Ameríku, Bandaríkjanna, Japans, Tælands, Laos, Víetnam, Kambódíu, Tævans, Ástralíu, Nýja Sjálands, Frönsku Pólynesíu, Bretlands, Eistlands, Lettlands, Slóvakíu og Tékklands, en langoftast hefur hann farið með hópa til Kína (& Tíbet).
Hann dundar einnig stundum við ritstörf og árið 2006 vann Héðinn Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Háski og hundakjöt, en hún fjallar um strák sem fer í ferðalag til Kína með föður sínum.
Ferðir:
-
Singapore, Víetnam, Taíland og Hong Kong
Sigling um Vietnam og Tailand
» Nánar
26. febrúar - 18. mars
UPPSELDVerð frá
999.900kr
Á mann m.v. 2 í klefa með svölum.