Helga Lára Guðmundsdóttir
Fararstjóri
Helga Lára hefur starfað að ferðamálum í rúm 25 ár.
Helga Lára hefur bæði starfað við skipulagningu ferða fyrir Íslendinga á framandi slóðir og við skipulagningu komu erlendra ferðamanna til Íslands. Lengst af hefur hún starfað við skipulagningu ráðstefna og funda. Meðal ferðaskrifstofa sem hún hefur starfað fyrir eru Úrval Útsýn, Prima Travel /Heimsklúbbur Ingólfs og Iceland Travel. Jafnframt starfi sínu á skrifstofum þessara fyrirtækja hefur hún farið sem fararstjóri í skemmtisiglingar um Karíbahaf á þeirra vegum og siglt með skipum frá Norwegian Cruise Line, Carnival Cruises og Royal Caribbean Cruise Line.
Í dag starfar hún sem deildarstjóri Ráðstefnudeildar Iceland Travel. Hún er m.a.með BA próf frá Háskóla Íslands í frönsku og sögu, BA próf í uppeldis-og kennslufræðum frá Uppsala Háskóla og leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands.
Helga Lára er gift, á tvo syni og 6 barnabörn.