Hildur Hinriksdóttir
Fararstjóri
Hildur hefur unnið við leiðsögn af og til í 20 ár. Hún hefur brennandi áhuga á ítölsku samfélagi og hefur búið í Róm sl. 7 ár. Samtals hefur hún búið á Ítalíu í 15 ár.
Eftir ársdvöl sem skiptinemi á Ítalíu útskrifaðist Hildur með stúdentspróf frá Flensborg og fór svo í framhaldsnám i tísku og textílhönnun í Torino og Róm.
Hún var yfirmaður framleiðslusviðs Íslensku Óperunnar í 3 þrjú ár ásamt því að vera yfirmaður búningadeildar. Hildur starfaði í 4 ár í Fjölsmiðjunni þar sem hún stjórnaði Hönnunardeild og vann með ungu fólki.
Síðan hún útskrifaðist, árið 2000, hefur hún unnið við hönnun og framleiðir húfur undir merkinu HiN design. Einnig hefur Hildur tekið að sér sérsaumaverkefni, brúðarkjóla, samkvæmiskjóla ásamt búningahönnun fyrir leikhús.
Hildur hefur unnið við leiðsögn af og til í 20 ár. Aðallega í Róm en einnig í Toskana héraði, Feneyjum, Rimini og Flórens. Hún hefur haft brennandi áhuga á Ítölsku samfélagi frá unga aldri og finnst ekkert skemmtilegra en að fræða íslendinga um hið daglega líf á Ítalíu.
Hún hefur búið í Róm ásamt eiginmanni og tveimur sonum sl. 7 ár. En samtals hefur hún búið á Ítalíu í 15 ár. Lengst í Róm en hún bjó í Torino í 3 ár og einnig í Treviso og Bologna.
Ingólfur Níels Árnason, eiginmaður Hildar er framkvæmdarstjóri Norræna Menningarsetursins í Róm (Circolo Scandinavo) og hefur Hildur starfað þar sl. 6 ár að taka á móti Norrænum Listamönnum og kenna þeim á hið ítalska samfélag.