Jón Baldvin Halldórsson
Fararstjóri
Jón Baldvin hefur fylgt Íslendingum til eyjarinnar grænu í mörg ár. Hann las írskar bókmenntir við háskólann í Dublin.
Jón Baldvin Halldórsson er upplýsingafulltrúi Landspítala. Áður starfaði hann í mörg ár við fjölmiðla; blaðamaður á Vikunni og síðan á Dagblaðinu Vísi (DV) bæði sunnan heiða og norðan, fréttamaður hjá svæðisútvarpi RÚV á Akureyri en lengst stóð hann við á Fréttastofu Útvarpsins í Reykjavík, þ.e. frá 1986 til 1999.
Jón Baldvin er frá Jarðbrú í Svarfaðardal. Hann var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1975 en nam síðan íslensku, ásamt uppeldis- og kennslufræði í Háskóla Íslands. Að þeim fræðum lærðum las hann írskar bókmenntir við Trinity háskólann í Dublin á árunum 1980 til 1982 og tók þá Írlandsbakteríuna sem hann hefur verið haldinn síðan.
Tengslin við Írland frá námsárum leiddu til þess að Jón Baldvin fór að fylgja Íslendingum til eyjarinnar grænu sem fararstjóri sem hann hefur síðan gert margoft fyrir ýmsar ferðaskrifstofur.