Jón Þór Gylfason
Fararstjóri
Jón Þór Gylfason er fæddur árið 1990. Hann ólst upp í kringum golfíþróttina og fór að stunda hana af kappi ungur að árum. Jón Þór útskrifaðist úr Golf Academy of America-háskólanum árið 2014.
Jón Þór er meðlimur í Golfklúbbi Suðurnesja og hefur Leiran verið hans annað heimili í yfir 20 ár. Einnig hefur hann gengt ýmsum störfum fyrir klúbbinn í gegnum tíðina. Golfklúbbur Suðurnesja er þó ekki eini vettvangurinn þar sem Jón Þór hefur starfað í tengslum við golfíþróttina því hann hefur einnig unnið fyrir Golfsamband Íslands.