Jónas Valdimarsson
Fararstjóri
Jónas Valdimarsson er nánast fæddur á skíðum enda uppalinn í Skíðaskólanum í Kerlingarfjöllum sem faðir hans landsþekktur, Valdimar Örnólfsson, stofnaði á sínum tíma.
Jónas keppti á skíðum sem barn og unglingur og var svo skíðakennari í Kerlingarfjöllum í um 15 ár. Jónas gjörþekkir fjölmörg skíðasvæði í bæði Ölpunum og Dólómítunum en s.l. ár hefur hann starfað sem fararstjóri Icelandair VITA í Madonna. Fjallaskíðamennska hefur einnig átt hug hans allan og hann hefur m.a. gengið 120 km langa Haute Route fra Chamonix til Zermatt í Ölpunum. Auk þess hefur hann skipulagt fjallaskíðaferðir í Kerlingarfjöll á vorin þegar hægt er að skíða frá efstu tindum niður í bullandi hverasvæði eða skála.
Eiginkona Jónasar er fjölmiðlakonan Lóa Pind Aldísardóttir sem deilir ástríðu hans fyrir fjallaskíðum og ekki síst gleðinni yfir dýrðinni í skíðaparadísinni Madonna