Jónas Valdimarsson
Fararstjóri
Jónas Valdimarsson er nánast fæddur á skíðum enda uppalinn í Skíðaskólanum í Kerlingarfjöllum sem faðir hans landsþekktur, Valdimar Örnólfsson, stofnaði á sínum tíma.
Jónas keppti á skíðum sem barn og unglingur og var svo skíðakennari í Kerlingarfjöllum í um 15 ár. Jónas gjörþekkir fjölmörg skíðasvæði í bæði Ölpunum og Dólómítunum en þetta er fyrsta árið hans sem fararstjóri í Madonna. Síðustu árin hefur fjallaskíðamennska átt hug hans allan og hann hefur m.a. gengið 120 km langa Haute Route fra Chamonix til Zermatt í Ölpunum. Auk þess hefur hann skipulagt fjallaskíðaferðir í Kerlingarfjöll á vorin þegar hægt er að skíða frá efstu tindum niður í bullandi hverasvæði eða skála.
Hann er fæddur árið 1963, með B.Sc. gráðu í eðlisfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í véla- og orkuverkfræði frá DTU (Danmarks Tekniske Universitet). Jónas býr að margþættri reynslu sem verkefnisstjóri í orkugeiranum. Hann bjó og starfaði erlendis í 30 ár, lengst af í Kaupmannahöfn , en einnig í Eþíópíu og Mósambík. Hann hefur á starfsferlinum unnið í orkuverkefnum, aðallega í Afríku og Suðaustur Asíu. Síðustu árin erlendis starfaði hann sem fjárhagsáætlunarstjóri vindmyllugarða til sjós fyrir danska fyrirtækið Ørsted sem er eitt stærsta fyrirtæki heims á því sviði.
Jónas flutti aftur til Íslands fyrir 3 árum og hefur síðan starfað sem sjálfstæður leiðsögumaður í alls kyns ferðum fyrir útlendinga og Íslendinga.
Jónas á 3 uppkomin börn sem öll búa í Kaupmannahöfn. Sambýliskona hans síðustu 5 árin er fjölmiðlakonan Lóa Pind Aldísardóttir sem deilir ástríðu hans fyrir fjallaskíðum og ekki síst gleðinni yfir dýrðinni í skíðaparadísinni Madonna
Ferðir:
-
Madonna di Campiglio
Einstaklega þægilegt svæði og heillandi skíðabær.
» Nánar
Stutt í skíðalyftur og kláfa úr miðbænum.Verð frá
188.600kr
á mann m.v 2 í tvíbýli með morgunmat, 11.janúar - nætur