Jósep Gíslason
Fararstjóri
Jósep Gíslason hefur starfað sem gönguleiðsögumaður á Íslandi frá 1998 og var um nokkurra ára skeið við björgunarstörf í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík.
Hann hefur starfað sem fararstjóri hjá m.a. Útivist og ýmsum ferðatengdum aðilum, sem fjalla- og jöklaleiðsögumaður fyrir Íslenska fjallaleiðsögumenn og um nokkurra ára skeið verið fararstjóri fyrir Göngu-Hrólf á Krít og í Tyrklandi.
Hann hefur verið ötull við að fara á fjöll, bæði á Íslandi og víða um heim.