Kristinn R. Ólafsson
Fararstjóri
Kristinn R. Ólafsson er án efa þekktastur fyrir útvarpspistla sína frá Spáni í rúm 30 ár en hann bjó í Madríd frá 1977 þar til vorið 2012 að hann sneri heim til Íslands. Hérlendis hefur hann m.a. starfað sem leiðsögumaður, aðallega fyrir spænskumælandi ferðamenn.
Kristinn R. er án efa einna fróðastur Íslendinga um Spán nútímans og sögu hans og menningu. Hann hefur um árabil verið fararstjóri hjá þúsundum íslenskra ferðamanna sem sótt hafa Spán heim og eingöngu fyrir VITA síðan fyrirtækið var stofnað.
Kristinn R. hefur einnig verið fararstjóri fyrir VITA-farþega í öðrum löndum við Miðjarðarhaf eins og á Ítalíu, Grikklandi og í Tyrklandi. Hann hefur og farið víðar um heiminn með ferðalanga á vegum VITA og má þar nefna Marokkó, Tansaníu, Grænhöfðaeyjar og Kúbu. Hann hefur einnig verið fararstjóri fyrir VITA-farþega í mörgum siglingum á lystiskipum um Miðjarðarhaf, um Indlandshaf til Seychelleseyja, frá Spáni til Río de Janeiro og Buenos Aires og frá Los Angeles til Havaíeyja svo að eitthvað sé tíundað.
Kristinn R. hefur líka skrifað og þýtt bækur um langan aldur, bæði á íslensku og spænsku.