Lára Birgisdóttir
Fararstjóri
Lára hefur starfað í ferðageiranum í tæp 20 ár og vinnur hjá VITA við framleiðslu á ferðum.
Lára er Ferðafræðingur frá Menntaskólanum í Kópavogi. Útskrifaðist þaðan 1997 og hefur unnið í ferðabransanum síðan.
Aðallega hefur Lára unnið á ferðaskrifstofum sem sölumaður fyrir einstaklinga og mikið með hópa. Nú starfar hún hjá VITA við framleiðslu á sérferðum og siglingum en einnig farið í margar ferðir sem fararstjóri á skemmtiferðaskipum í Karíbahafinu. Hún hefur mest verið að sigla með skipum Royal Caribbean og hefur farið í nokkrar ferðir með Allure of the Seas.
Lára er gift og á 3 börn og 6 barnabörn.