Magnús Jónsson
Fararstjóri
Magnús tók þátt í stofnun Göngu-Hrólfs. Hann hefur farið í fjölmargar ferðir á sagnaslóðir.
Magnús Jónsson, sagnfræðingur, hefur kennt Íslendingasögur á námskeiðum Endurmenntunar í rúm 15 ár. Á hverju misseri hafa hátt á þriðja hundrað gesta notið þekkingar hans og frásagnarhæfni er hann hefur tekur fyrir hverja söguna á fætur annarri. Nýverið hefur hann verið með námskeið um Suðurgöngu Íslendinga á miðöldum og er það góður undirbúningur fyrir þessa göngu.
Magnús tók þátt í stofnun Göngu-Hrólfs og tók virkan þátt i skipulagi og stafi hans fyrstu árin. Hann hefur farið fjölmargar ferðir á sagnaslóðir víða um lönd og gönguferð til Grikklands fyrir Göngu Hrólf. Hann fór ásamt Jóni Böðvarsyni í Suðurgöngu til Róms þar sem ekið var í fótspor Nikulásar ábóta frá Munkaþverá og gist í klaustrum á leiðinni. Nú 2016 stefnir hann að því að ganga hluta leiðarinnar og halda síðan áfram frá Siena árið 2017 og ganga síðustu 100 kílómetrana til Rómar.