Örnólfur Árnason
Fararstjóri
Örnólfur Árnason fararstjóri hefur komið víða við um ævina, t.d. verið blaðamaður, leiklistargagnrýnandi, kennari, rithöfundur, afkastamikill þýðandi, forstöðumaður Listahátíðar í Reykjavík og kvikmyndaframleiðandi.
Örnólfur var um árabil yfirfararstjóri Ferðaskrifstofunnar Útsýnar á Costa del Sol og fór þá m.a. með ótal hópa yfir Gíbraltarsund til Marokkó.
Örnólfur hefur sinnt ýmsum störfum um ævina, m.a. verið blaðamaður og leiklistargagnrýnandi við Morgunblaðið, þýðandi, kennari, kvikmyndaframleiðandi og stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. Þá hefur hann skrifað leikrit, kvikmyndahandrit, óperulíbrettó og nokkrar bækur,
Á síðustu tveim áratugum hefur Örnólfur gert allmargar vinsælar útvarpsþáttaraðir fyrir RÚV um ferðir sínar og kynni af mannlífi á framandi slóðum svo sem í Marokkó, Andalúsíu, Kúbu og Suðaustur Asíu.
Útvarpsþættirnir eru öllum aðgengilegir á heimasíðu Örnólfs.
Fjallað er um Marokkó í syrpunum „Hjá Márum“ og „Í veröld Márans“. Á heimasíðunni er sömuleiðis að finna viðtöl við rithöfundana Paul Bowles og Mohammed Choukri í Tangier og einnig smásögur eftir þá í þýðingu Örnólfs sem birtust í Lesbók Morgunblaðsins.
Örnólfur tók eftir langt hlé aftur til við fararstjórn árið 2015 og hefur síðan m.a. farið með hundruð Íslendinga til Balí, Jövu, Singapúr, Víetnam og Kambódíu.