Sigrún Eiríksdóttir
Fararstjóri
Sigrún er með BA próf í spænsku og ítölsku og leiðsögumanna- og kennsluréttindi. Hún hefur verið leiðsögumaður víða um heim.
Sigrún hefur starfað sem framhaldsskólakennari frá 1992 ásamt því að ferðast víða um heim ýmist til að mennta sig, vinna eða til skemmtunar.
Hún var fararstjóri á Alicante og Costa del Sol um árabil, fór þá í dagsferðir til Tanger og Tetuan í Marokkó og þekkir vel siði og venjur í þeim heimshluta.
Sigrún hefur lært spænsku, ítölsku, ensku, frönsku, þýsku og dönsku. Þessi tungumálakunnátta hefur reynst henni vel á ferðum hennar sem leiðsögumaður með erlenda ferðamenn um Ísland, en það hefur verið hennar starf samhliða kennslu undanfarin ár.