Sigurður K. Kolbeinsson
Fararstjóri
Sigurður K. Kolbeinsson hefur starfað að ferðamálum í Kaupmannahöfn og víðar innan Skandinavíu síðan árið 2003. Hann hefur gengist fyrir fjölda hópferða, m.a. Aðventuferða Eldri borgara og ferðum ýmissa sérhópa fyrir félagasamtök og fyrirtæki á Íslandi.
Sigurður þekkir Eyrarsundssvæðið mjög vel og mun vera með hópnum allan tímann.
Sigurður er viðskiptafræðingur að mennt og starfaða hjá Stöð 2 í árdaga stöðvarinnar. Á árunum 1989-2001 rak Sigurður heildverslun ásamt eiginkonu sinni. Árið 2001 fluttist hann til Kaupmannahafnar ásamt fjölskuldu sinni og hefur starfað að ferðamálum síðan bæði í Skandinavíu og á Íslandi. Hann var á tímabili framkv.stjóri ferðaskrifstofunnar Islandia Travel í Kaupmannahöfn.
Sigurður hélt sögulega tónleika í Circus árið 2007 með Stuðmönnum og Sálinni og ári síðar Stórtónleika Björgvins Halldórssonar á sama stað ásamt Det Kongelige Capell.
Þá hefur Sigurður einnig verið þáttastjórnandi hjá Hringbraut síðan stöðin hóf rekstur árið 2015.
Sigurður leggur áherslu á að öll þjónusta sem veitt er af VITA og í samstarfi við hann sé til fyrirmyndar.