Sigvaldi Kaldalóns
Fararstjóri
Sigvaldi eða Svali, útvarpsmaðurinn góðkunni, hefur unnið við flest allt sem tengist útvarpsrekstri í 26 ár ásamt því að vera Crossfit þjálfari og mikill útivistaráhugamaður.
Svali eða Sigvaldi Kaldalóns er fæddur árið 1974. Hann starfaði í 26 ár í útvarpi þar sem hann vann við flest allt sem tengdist útvarpsrekstri.
Svali hefur einnig starfað við líkams- og heilsurækt, meðal annars sem Crossfit þjálfari og er mikið fyrir útivist.
Hann fluttist til Tenerife með fjölskyldu sinni veturinn 2017/2018 og hóf þá störf fyrir VITA. Svali er giftur og á fimm börn.
Hjól, hlaup og göngur er eitthvað sem hann hefur stundað af miklu kappi og slíkar ferðir verða í boði fyrir áhugasama íslendinga á Tenerife.