Svanhildur Davidsdottir
Fararstjóri
Svanhildur hefur unnið sem fararstjóri allt frá árinu 1991. Hún hefur starfað um víða veröld og deilt þekkingu sinni til áhugasamra Íslendinga.
Svanhildur hefur starfað sem fararstjóri meðal annars á Mallorca, Portúgal, Benidorm, Sardiníu, Kúbu, Barcelona, Lissabon, Sevilla, Tenerife og nú síðast á Kanarí.
Ekki má gleyma Dublin en segja má að þar þekki Svanhildur, sem oftast er kölluð Svana í „bransanum“, hvern krók og kima. Hún hefur dvalið þar reglulega og fór fyrir ótal ferðum fyrir ýmsar ferðaskrifstofur á árum áður. Svana er nú einn af aðalfararstjórum í ferðum VITA þangað.
Undanfarin ár hefur Svana einnig starfað í hótelrekstri á Íslandi ásamt manni sínum, lengst af á Icelandair Hótel Klaustri, en einnig á Hótel Flúðum, Selfossi og Hótel Eddu Höfn.