Þóra Björk Valsteinsdóttir
Fararstjóri
Þóra hefur unnið sem fararstjóri um allan heim, m.a. Hong Kong, Singapore, Víetnam, Ítalíu, Egyptalandi, Indlandi, Tyrklandi, Grikklandi, Ísrael og Ástralíu.
Þóra Björk býr yfir gríðarlega mikilli reynslu sem fararstjóri og er óhætt að hún hafi komið víða við á þeim vettvangi. Hún hefur unnið sem fararstjóri um allan heim, m.a. Hong Kong, Singapore, Víetnam, Ítalíu, Slóveníu, Egyptalandi, Indlandi, Tyrklandi, Ísrael og Ástralíu að ógleymdu Grikklandi þar sem hún hefur búið og starfað í yfir 30 ár. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi á Íslandi flutti Þóra til Grikklands þar sem hún festi rætur og býr enn. Þóra er gift og á tvö börn.
Hún lærði grísku við háskólann í Aþenu og lauk síðar kennara- og leiðsögumannaprófi við sama skóla. Þóra fór fljótt að vinna við fararstjórn í Grikklandi og starfaði um árabil sem fararstjóri á skemmtiferðaskipum í Miðjarðarhafi.
Í framhaldi af því hefur Þóra unnið sem fararstjóri fyrir íslenskar ferðaskrifstofur á sólarströndum gríska meginlandsins og á Krít auk þess sem að hún hefur tekið að sér fararstjórn í fjölda sérferða um allan heim. Þóra útskrifaðist sem sagnfræðingur frá Háskóla Íslands vorið 2013.
Ferðir:
-
Verð frá
685.500kr
Á mann m.v. 2 í herbergi.