fbpx Golf Del Sur og Buenavista á Tenerife | Vita

Golf Del Sur og Buenavista á Tenerife

NÝTT-Mjög góð íbúðargisting Royal Tenerife & Santa Barbara á frábæru verði!

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Golfferðir til Tenerife

VITAgolf er með golfferðir í vetur 2020 á tvö spennandi svæði á Tenerife.

ATH: Ný og spennandi golfferð til Golf del Sur 26. apríl til 6. maí 2020. Golfbíll innifalinn í pakka. Verð m.v. 2 í íbúð 259.900 kr á mann (249.900 kr með 15.000 vildarpunktum). Ferðina er að finna inní bókunarvél. ATH: Norður völlurinn verður lokaður á þessum tíma vegna viðhalds. Allt golf verður spilað á Suður og Links völlunum.

Nýjung hjá okkur á VITAgolf er pakki sem við köllum „Golf annan hvern dag“ sem gengur út á að spilað er golf annan hvern dag meðan á dvöl stendur. Fyrsti golfdagur er daginn eftir komu og svo koll á kolli eftir það. Ekki er undir neinum kringjumstæðum hægt að breyta röðinni á þessu fyrirkomulagi/kerfi vegna veðurs eða af annarri ástæðu.

Golf del Sur er á suðurhluta eyjarinnar. Á þessu svæði eru tveir gististaðir í boði:

Royal Tenerife Country Club er mjög hugguleg íbúðargisting við golfvöllinn eða um 3 mín ganga. Á svæðinu er sundlaugarbar með veitingum, kaffihús og matvöruverslun. Hér er hægt að skoða myndband frá Royal Tenerife Country club. 

Santa Barbara Golf and Ocean Club er einnig mjög hugguleg íbúðarhótel staðsett í um 15 mín göngufæri frá golfvellinum. Á hótelinu er nýuppgerð útisundlaug, heilsulind með heitum potti og gufubaði. Veitingarstaður og sundlaugarbar. Hér er hægt að skoða myndband frá Santa Barbara Golf and Ocean Club. 

Á norðurhluta eyjarinnar erum við með Buenavista.

Buenavista á Tenerife er lúxus staður sem bætist við okkar vinsælu Golf Del Sur ferðir og gefur tækifæri á flottum golfferðum til Tenerife.

Í vetur 2020 verður flogið 2 og 3 í viku og því mikið framboð af ferðum (sjá bókunarvél). 
Gist er fyrri vikuna á Royal Tenerife eða Santa Barbara og seinni vikuna á Buenavista.

"Við erum mjög stolt af að bjóða Buenavista sem er frábær lúxus Golf Resort á Tenerife. Eftir að hafa gist á hótelinu og spilað þennan stórkostlega golfvöll, sem erfitt er að fá leið á að spila, er ég alveg sannfærður um að okkar gestum muna líða rosalega vel á Buenavista. Fyrir þá sem vilja hafa það einstaklega gott mæli ég eindregið með LEVEL þjónustu."
Peter Salmon

Frekari upplýsingar Tenerife
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Buenavista

 • Golf del Sur

 • Innifalið

Ummæli Golf del Sur

Ég var að koma frá Tenerife þar sem ég gisti á Royal Tenerife og lék golf á hverjum degi í 15 daga. Fyrst af öllu vil ég lýsa yfir ánægju minni með gistinguna, frábært að gista þarna við golfvöllinn og aðbúnaður eins góður og getur verið fyrir minn smekk.  Dvölin var í alla staði mjög ánægjuleg.  Fararstjórn á staðnum er og hefur verið frá upphafi frábær.  Atli, nýr fararstjóri heldur vel utan um alla hluti, tekur á móti farþegum á hótelunum þegar þeir koma frá flugvelli.  Mætir alltaf fyrstur á völlinn á morgnana og ræsir út.  Atli miðlar upplýsingum, svo sem rástímum og öðru á messanger og persónulega til þeirra sem ekki eru á messanger. 

 

- Sigurður Hauksson - nóv 2019

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef TFS

  5

  Morgunflug

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun