fbpx Golfskóli VITAgolf | Vita

Golfskóli VITAgolf

Golfskóli VITAgolf

Upplýsingar um ferð: 

Golfskóli er í boði haustið 2019!

Kennarar og Fararstjórar:

Einar Lyng Hjaltason á El Rompido - PGA kennari. Golfskóli í öllum ferðum.

Sigurpáll Geir Sveinsson á  Valle del Este - PGA kennari.

Golfskóli er á Islantilla, El Rompdo, Valle del Este, Morgado!

 

Myndagallerí

GOLFSKÓLI VITAGOLF

VITAgolf er með golfskóla á Islantilla, El Rompido, Morgado og Valle del Este.

Lágmarks fjöldi eru 4 nemendur og hámark 8  m.v. einn kennara á hverjum áfangastað! Golfksóli er í boði í ferðum VITAgolf haustið 2019

Peter Salmon var fyrstur til að leiða íslenska golf nemendur á erlenda grund eða til Portugals árið 1995. 
Á þeim 18 árum hafa hundruðir kylfinga stigið fyrstu skrefin í golfíþróttinni á hans vegum.

Í viku ferðum er 5 daga golfskóli sem kostar og 25.000 kr. á mann. Í 10 daga og lengri ferðunum er 6 daga skóli og kostar 30.000 kr á mann. Bókist sem aukakostur í bókunarvél.

Margir af nemum skólans koma ár eftir ár og bæta við kunnáttuna og þeir sem eru að taka sín fyrstu skref geta stoltir farið af stað á golfvöllinn eftir dvöl í golfskólanum.

UM GOLFSKÓLANN:

Skólinn skiptist niður í fimm eða sex kennsludaga. Kennsla fer fram fyrir hádegi, byrjar um kl. 10 og kennt fram til hádegis með einu kaffihléi. Eftir hádegi spila nemendur skólans golf saman.

Markmið golfskólans er að allir nemendurnir nái færni í grunnatriðum golfsveiflunnar, vippsins og púttsins og að þeir geti leikið golf á góðum hraða og haft gaman af. Farið er yfir golfreglurnar, umgengnisreglur, siðareglur og hvernig forgjafarkerfið virkar, að ógleymdum einum mikilvægasta þætti golfsins, andlega þættinum, sem felur í sér jákvætt viðhorf og góða lund gagnvart leiknum og meðspilurum. 

Öll kennslan fer fram á léttan og skemmtilegan hátt þar sem allt er gert til að kylfingnum líði sem best. Markmið skólans er að gera þátttakendur að betri kylfingum um leið og þeir skemmta sér.

Golfskólinn er fyrir alla kylfinga, ekki einungis fyrir byrjendur. Kennsluefni skólans er jafn mikilvægt byrjendum sem lengra komnum. Kylfingar með allt niður í 8 í forgjöf koma í skólann til að auka á kunnáttu sína.

Ekki er nauðsynleg að koma með fullt golfsett. Það er nóg að koma með 4-5 kylfur t.d. 7 járn, fleygjárn (PW), eina trékylfu og pútter. Golfskó eða þægilegan skófatnað. Snyrtilegur klæðnaður einkennir golfíþróttina og því ekki leyfilegt að klæðast gallabuxum og fótboltatreyju á golfvellinum.

Nemendur fá glósur þar sem farið er yfir alla þá þætti sem teknir eru fyrir í skólanum.

GOTT AÐ VITA:

Hámarksfjöldi eru 8 nemendur,

Kennt er frá ca. kl. 10:00 á morgnana til 13:00 með einu kaffihléi Hópurinn spilar golf saman seinni part dagsins (frjálst val) Það er ekki nauðsynlegt að koma með fullt golfsett en einnig er hægt er að leigja sett.

Nægilegt er að taka 4 - 5 kylfur eða t.d. 7 járn, fleygjárn (PW) eina trékylfu og pútter Golfskó (allir golfvellir setja kröfu um golfskó) Snyrtilegan golfklæðnað, sjá nánar hér Nemendur fá golfbolta til notkunar í skólanum, en þurfa að vera með eigin bolta á vellinum (hægt að kaupa á staðnum).

Sjáumst hress í golfskólanum!

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Upplýsingar um ferð: 

Golfskóli er í boði haustið 2019!

Kennarar og Fararstjórar:

Einar Lyng Hjaltason á El Rompido - PGA kennari. Golfskóli í öllum ferðum.

Sigurpáll Geir Sveinsson á  Valle del Este - PGA kennari.

Golfskóli er á Islantilla, El Rompdo, Valle del Este, Morgado!

 

  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef Fao

    Morgunflug

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun