fbpx Golfskóli VITAgolf á Penina í Portúgal | Vita

Golfskóli VITAgolf á Penina í Portúgal

Golfskóli við bestu aðstæður!

Upplýsingar um ferð: 

 

Á staðnum er frábært æfingasvæði þar sem kylfingar geta lært og æft golf við bestu aðstæður. Á svæðinu eru, tveir 9 holu golfvellir og einn 18 holu völlur.

 

Skólinn skiptist niður í fimm eða sex kennsludaga fer eftir lengd ferðar.
 

Kennsla fer fram fyrir hádegi, byrjar um kl. 09:00 og kennt fram til hádegis með einu kaffihléi.

 

Eftir hádegi spila nemendur skólans golf saman.

Myndagallerí

GOLFSKÓLI VITAgolf

VITAgolf verður með golfskóla á 5* Penina Golf Resort undir leiðsögn Margeirs Vilhjálmssonar golfþjálfara.

Hótelið er 5* hótel með 188 herbergi sem eru vel búin öllum þeim þægindum sem gestir geta hugsað sér. Við hótelið er stór sundlaugagarður með veitingastað og bar. 

Penina Academy völlurinn er þægilegur 9 holu völlur fyrir byrjendur í golfi.
Penina Resort völlurinn (líka 9 holu völlur)  er meira "alvöru" golfvöllur og mjög skemmtilegur að spila.

Peter Salmon var fyrstur til að leiða íslenska golf nemendur á erlenda grund eða til Portugals árið 1995. Á þeim 24 árum hafa hundruðir kylfinga stigið fyrstu skrefin í golfíþróttinni á hans vegum. Nú í vor á 25 ára afmælinu gengur Margeir Vilhjálmsson til liðs við Peter og saman setja þeir upp 5 stjörnu golfskóla á 5 stjörnu golfsvæði. Margir af nemum skólans koma ár eftir ár og bæta við kunnáttuna og þeir sem eru að taka sín fyrstu skref geta stoltir farið af stað á golfvöllinn eftir dvöl í golfskólanum.

UM GOLFSKÓLANN:

í Golfskóla Vitagolf er aðaláhersla lögð á að nemendur nái góðri færni í grunnatriðum.

Grip – Stöðu – Jafnvægi. Að námskeiði loknu verði allir nemendur betri golfarar og hafa meiri ánægju og kunnáttu á golfi. Samhliða tæknilegri þjálfun fer fram bókleg fræðsla um golf, s.s. golfleikinn, golfvellina, siðareglur, framkomu á golfvelli og forgjöfina. Einnig er mikil áhersla lögð á líkamlega og andlega þjálfun, upphitun fyrir golfhring, teygjuæfingar og létta styrktarþjálfun.

Allir nemendur frá handbók og þeim stendur til boða endurgjaldslaust upprifjunarnámskeið í maí með Margeiri Vilhjálmssyni golfþjálfara. Okkar markmið er að allir njóti sín sem best á golfvellinum. Við gerum þig að betri kylfingi.
Í Golfskóla Vitagolf lærirðu mikið um golf og umfram allt, á skemmtilegan máta. Það er gaman í golfi og það er gaman í Golfskóla Vitagolf.

Þeir sem eru lengra komnir geta bókað sig í einkatíma eða örkennslu, þar sem gerðar eru fínstillingar til að bæta leikinn.

Markmið golfskólans er að allir nemendurnir nái færni í grunnatriðum golfsveiflunnar, vippsins og púttsins og að þeir geti leikið golf á góðum hraða og haft gaman af. 

 

Sjá nánar um golfskólann
Upplýsingar um ferð: 

 

Á staðnum er frábært æfingasvæði þar sem kylfingar geta lært og æft golf við bestu aðstæður. Á svæðinu eru, tveir 9 holu golfvellir og einn 18 holu völlur.

 

Skólinn skiptist niður í fimm eða sex kennsludaga fer eftir lengd ferðar.
 

Kennsla fer fram fyrir hádegi, byrjar um kl. 09:00 og kennt fram til hádegis með einu kaffihléi.

 

Eftir hádegi spila nemendur skólans golf saman.

  • Gott að vita - golfskóli

  • Innifalið

  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef Fao

    Morgunflug

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun