fbpx Isla Canela á Spáni | Vita

Isla Canela á Spáni

Golfperla í spænskum stíl við landamæri Spánar og Portúgal! *Hótel nýuppgert 2023*

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Hægt er að sjá allar dagsetningar, flugtíma og verð í bókunarvél hér til hægri.

 

Isla Canela Golf er fjögurra stjörnu lítið boutique hótel með 58 herbergjum. Það er einstaklega hlýtt og gott andrúmsloft á hótelinu sem er innréttað í ekta spænskum stíl. Golfvöllur Isla Canela umlykur hótelið og er klúbbhúsið hinum megin við götuna. Morgunverðarhlaðborð er borið fram í huggulegum matsal hótelsins og á kvöldin eru matseðlar dagsins með fjórum réttum sem eru þjónaðir til borðs.

Hótelið er á friðsælum stað við Isla Canela golfvöllinn, en það er líka í nálægð við úrval af börum, veitingastöðum og strönd. Isla Canela Golf er fullkominn valkostur fyrir afslappaða og ógleymanlega golfferð til Spánar.

Breiðar 17. og 18. brautirnar eru staðsettar í kringum hótelið sjálft og það eru ekki margir metrar á 1. teig. Völlurinn var opnaður árið 1993, hannaður af Juan Catarineu og er flatur og vingjarnlegur að ganga á. Það eru nokkur vötn og fullt af trjám, ólífum og appelsínutrjám. Vellinum er vel við haldið og á golfhringnum þínum muntu upplifa fallegt útsýni, í fallegri náttúru. Klúbbhúsið er lítið og notalegt og rétt eins og hótelið er það mjög hlýlegt. Lítil golfbúð er einnig í klúbbhúsinu. Í mjög stuttu göngufæri í nálægð við fyrstu holu er æfingarsvæði með glompum og púttflöt.

Árið 2020 opnaði Isla Canela nýjar 18 holur. Valle Guadiana Links völlurinn sem er staðsettur í u.þ.b. 15 mínútna akstursfjarlægð frá hóteli Isla Canela. Staðsettur á bökkum Guadiana-árinnar og með stórkostlegu útsýni yfir Portúgal liggur Valle Guadiana. Stórskemmtilegur og vel hirtur golfvöllur sem gaman er að spila. Klúbbhúsið þar er líkt því á Isla Canela með hlýju og notalegu umhverfi og þess má geta að sami matseðill er í báðum klúbbhúsum. Athugið að spilað er 2 sinnum á þessum velli í ferðunum okkar, hina dagana er spilað á Isla Canela við hótelið sjálft.

Miðbær Ayamonte er staðsettur í aðeins tíu mínútna fjarlægð með leigubíl og liggur við hliðiná Guadiana ánni. Ayamonte er dæmigerður heillandi spænskur bær, fullur af þröngum götum með klassískum spænskum börum, Tapas stöðum og veitingastöðum. Í aðeins tveggja kílómetra fjarlægð er einnig Isla Canela smábátahöfnin þar sem einnig er falleg strönd. 

 

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Innifalið

  • Flugupplýsingar

frá Jómfrúarferð til Isla Canela 1.-13.okt 2022

Fyrir það fyrsta er Tony einn sá besti fararstjóri sem við höfum haft í Vita golfferðum okkar, stanslaust sýnilegur og tilbúinn að aðstoða ef þurfti. 

Völlurinn var frábær að kljást við og mjög gaman að fara á Links völlinn líka. Klúbbhúsið mjög huggulegt og góður matur þar og gott starfsfólk. 

Mjög fínt að geta alltaf spilað meira en 18 holur og að nota bílana allan daginn án þess að vera rukkuð sérstaklega fyrir það.

Hótelið var mjög notalegt og allt starfsfólk þar mjög fínt, rólegt og notalegt andrúmsloft. Við værum til í að fara aftur á þennan stað. Takk fyrir okkur!

- Hanna og Gunnlaugur

  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef FAO

    4

    Morgunflug

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun