fbpx Alaska | Vita

Alaska

Undurfagrir firðir

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Sigling um firði Alaska

Oviation of the Seas
24.september  - 6. október  
Fararstjóri: Héðinn Svarfdal Björnsson

Seattle – Bandaríkjunum, Juneau, Skagway og Sitka  Alaska, Victoria og Vancouver - Kanada  

Stutt ferðalýsing
Flogið með Icelandair beint til Seattle seinnipart 24. september, kl.17:05 lent í Seattle kl. 17:55 að staðartíma. Flugtíminn er 7klst og 40 mín. Ekið á í hótel í miðborg Seattle  Holiday Inn Downtown þar er gist í 3 nætur fyrir siglingu.
27. september er haldið af stað í 7 nátta siglingu um firði og flóa Alaska, farið í land á þremur fallegum stöðum og einnig í Victoria  í Bresku Kólumbíu. 
4. október er komið til hafnar í Vancouver og eftir 2ja nátta stopp er flogið heim frá Vancouver. Áætluð lending í Keflavík er kl 06:00 að morgni 7. október


rci_aunz_ov_jan9_4.jpg

Ovation of the Seas
er þriðja skipið í svokölluðum Quantum Classa. Ovation of the Seas  var sjósett í febrúar 2016 og fór í jómfrúarfeðina í april 2016. Ovation of the Seas er tæplega 170.000 tonn og 348 m á  lengd og tekur rúmlega 4000 farþega.
Auk þess að vera með sundlaugardekk, leikhús og fjöldan allan af veitingastöðum og börum þá eru nýjungar eins og Rip Cord sem er fallhlífastökks hermir, Klessubílabraut og North Star sem er útsýnishylki þar sem hægt er að skoða útsýnið í um 90m hæð.
Ovation of the Seas er 16 hæðir sem eru stútfullar af skemmtun. Veitingastaðir allt frá pizzastaðnum Sorrento þar sem hægt er að grípa pizzasneið allan daginn og hamborgarastaðurinn Jonny Rocket sem er Amerískur Diner, ásamt fjölda fínna veitingastaða. Barir og skemmtistaðir með lifandi musik
og skemmtun. Bionic barinn þar sem róbótar blanda drykki að óskum hvers og eins.  

Flugtafla

Flugnúmer Dags Brottför kl. Áfangastaður kl.
FI 681  24. september Keflavík 17:05 Seattle 17:55
FI 696 6. október Vancouver 15:40 Keflavík 06:00+1

Siglingarleið

Dags Áfangastaður  Koma Brottför
27. september Seattle, Washington   16:00 
28. september Á siglingu    
29. september Juneau, Alaska  11:59 22:00
30. september  Skagway, Alaska 07:00 17:00
1. október Sitka, Alaska 07:00 15:00
2. október Á siglingu    
3. október Victoria, Bresku Kolumbíu  08:00 18:00
4. október Vancouver, Bresku Kolumbíu 06:00  

Ferðalýsing

Þriðjudagur 24. september . Keflavík – Seattle
Flogið í beinu flug Icelandair til Seattle áætluð brottför er kl. 17:05 og lending kl. 17:55 að staðartíma. Flugið tekur 7 klst og 50 mín. Rúta bíður hópsins á flugvellinum og ekið er á hótel Holiday Inn Seattle Downtown í miðborg  Seattle, þar sem gist er í þrjár nætur.


seattle_sigling_almennt.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Seattle, Washington fylki
Síðan 1980 hefur Seattle verið kölluð Smaragðsborgin - Emerald City - vegna þess hve allt er þar grænt og gróið. Íbúarnir eru um 620 þúsund. Fjölþætt þjóða- og menningarblanda einkennir borgina þar sem saman fer bandarísk og asísk menning í bland við menningu amerískra frumbyggja. Allt með Puget-sund og Ólympskfjöll í bakgrunni. Ekki skemmir að þar er hægt að njóta ferskasta skelfisks við Kyrrahaf og smakka á hinu góða kaffi sem Seattle er rómað fyrir.


seattle_skyline.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miðvikudagur 25. september . Seattle
Eftir morgunverð er farið í hálfs dags skoðunarferð um borgina, farið er meðal annars í hinn fræga sjónvarpsturn í Seattle „ Space Needle“ þar sem farið er upp og virt fyrir sér hið stórkostlega útsýni. Seinni parturinn er frjáls.


rci_ov_092019_im_jlisiewski_northstar_240_ret_cmyk.jpg

Fimmtudagur 26. september. Seattle
Frjáls dagur í Seattle


rci_ov_alaska_ret_royal_cmyk.jpg

Föstudagur 27.september. Seattle – Ovation of the Seas 
Um hádegið er ekið niður að höfn þar sem Ovation of the Seas liggur við bryggju og tékkað inn.  Komið er um borð og gott að nýta daginn fram að brottför til að skoða sig um á skipinu fá sér hádegisverð. Ovation siglir af stað kl. 16:00.


rci_ov_092019_im_nhagen_flowrider_0168_ret_cmyk.jpg

Laugardagur 28. september.  Á siglingu
Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski prufa að svífa eins og í fallhlífastökki í Rip Cord, prufa klessubílana eða eitthvað af því sem í boði er á þessu frábæra skipi. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.


rci_ov_092019_im_tandc_juneau_04507_ret_cmyk.jpg

Sunnudagur 29. september. Juneau, Alaska
Það er ekki auðvelt að komast til Juneau, hinnar afskekktu höfuðborgar Alaska, en hægt er að fljúga þangað eða fara sjóleiðina. Ferðalagið er sannarlega þess virði því þarna er stórbrotið útsýni og ríkuleg menningararfleifð hvert sem litið er. Fjöllin gnæfa tignarleg yfir með fallega hvíta toppa, mistrið hangir yfir djúpgrænum regnskógunum, ævintýralegir gríðarstórir jöklar setja svip sinn á svæðið og dýralíf er blómlegt. Borgin er því fullkominn staður til að tengjast náttúrunni. Mount Juneau, fjallið sem borgin fær nafn sitt frá og Mount Roberts, ramma borgina inn og setja fallegan baksvip á bæjarlífið. Í miðbænum eru aldagamlar krár, fallegar litlar búðir og söguleg kennileiti. Þeir ferðamenn sem hafa áhuga á að kanna menningu ættu að skella sér í gamla bæinn og á Alaska State minjasafnið. Þeir sem eru meira fyrir útivist hafa úr fjölmörgu skemmtilegu að velja. Þeir geta farið í hvalaskoðun á Auke Bay höfninni, gengið yfir freðmýrina á Mendenhall jökli eða jafnvel leitað eftir gulli í Last Chance Basin námunni.


celebrity_eclipse_hubbard_glacier_3.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mánudagur 30. september. Skagway, Alaska 
Skagway í Alaska er í suðausturhluta  Alaska rétt við Inside Passage, þar sem siglt er í gegn á siglingu um firiði Alaska. Skagway er þekkt fyrir byggingar frá gullæðis tímanum sem er hluti af Klondike Gold Rush þjóðsögu garðinum. Skagway hefur einnig verið notaður sem sögusvið margra bóka og kvikmynda. Bærinn er skemmtilegur ekta smábær í Alaska og gaman að skoða, þó er einng hægt að fara út fyrir bæinn, þar sem örstutt er í náttúruna. 


rci_alaska_061621_cc_ahendel_ketchikan_drone_kayak_0119_ret_cmyk.jpg

Þriðjudagur  1. október. Sitka, Alaska
Landslagið er mikilfenglegt og náttúrufegurðin stórbrotin í Sitka. Það er því algjörlega þess virði að staldra þar við á meðan á ferð þinni um Alaska stendur. Íbúar svæðisins eru vingjarnlegir eins og sönnum Alaskabúum sæmir, þeir eru stoltir af bænum sínum og taka vel á móti ferðamönnum sem koma þangað. Hvert götuhorn skartar ríkulegri og einstakri sögu bæjarins og á svæðinu eru fjölmörg tækifæri fyrir ferðamenn á öllum aldri til að skemmta sér og útvíkka þekkingu sína.


rci_ov_092019_im_jlisiewski_two70_pixels_010_ret_cmyk.jpg

Miðvikudagur 2. október. Á siglingu 
Heill dagur til að njóta lífsins um borð í skipinu, sem nú siglir nú til Canada. Njótið þess að skoða skipið, leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, Upplagt að nota daginn í að reyna sig eða bara að fylgjast með flow ridernum þar sem fólk reynir að standa á brettum í öldulauginni. Engin má sleppa að svífa um í North Star útsýnishylkinu. 


victoria-waterfront-empress-hotel.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Fimmtudagur  3. október.  Victoria, Bresku Columbíu.
Victoria stendur á suðurodda Vancouver-eyjar og er líklega þekktust fyrir milt loftslag og mikla útilífsiðkan íbúanna. Í reynd hefur borgin oftar en einu sinni verið tilnefnd „frískasta borg“ í Kanada. Hún er höfuðstaður í Bresku Kólumbíu og afar „ferðamannavæn“ borg.  Heimsfrægir garðar eru einn helsti ferðamannsegullinn, auk 150 ára sögu og  veitingastaða og verslana í fremstu röð.


vancouver_sigling_almennt_2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Föstudagur 4. október .  Vancouver, Bresku Kolumbíu
Komið í land í Vancouver, þar sem að rútan bíður hópsins og farið er í skoðunarferð um Vancouver og einnig farið út úr borginni í og farið í hinn fallega og skemmtilega Capilano hengibrúargarðinn. Farið yfir hina goðsgnakenndu hengibrú og gengið um í regnskóginum eftir skemmtilegum stígum. Þegar ferðinni lýkur er farið á hótel Sheraton Vancouver Wall Center. 


imgp5076_edited-2clock.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Laugardagur 5. október . Vancouver 
Frjáls dagur í Vancouver. Gaman að ganga um miðborgina og njóta þessarar fallegu borgar. 


vancouver_sigling_almennt_1.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sunnudagur 6. október  Heimferð
Flogið seinnipartinn heim til Keflavíkur flugið er áætlað kl. 15:40 og lending í Keflavík er 06:00 að morgni 7. október.  Áætlaður flugtími er 7 klst og 25 mín.

Sjá nánar í ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Hagnýtar Upplýsingar

  • Verð og Innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef SEA

    8 klst

    Eftirmiðdagsflug

  • Gjaldmiðill

    $

    USD

    Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun