fbpx Alaska | Vita

Alaska

Undurfagrir firðir

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Sigling um firði Alaska

Celebrity Eclipse
19. - 31. ágúst 
Ferðinni hefur verið frestað fram í ágúst 2021 og verður uppfærð á vefnum.

Fararstjóri  Lilja Jónsdóttir

Vancouver – Kanada, Icy strait Point, Juneau and  Ketchikan – Alaska, Vancouver - Kanada 

Stutt ferðlalýsing
Flogið með Icelandair beint til Vancouver seinnipart 19. ágúst eða kl.17:15.
Lent í Vancouver kl.18:00 að staðartíma og ekið á hótel í Vancouver þar sem gist er í 3 nætur fyrir siglingu.
23. ágúst er haldið af stað í 7 nátta siglingu um firði og flóa Alaska. Farið verður í land á þremur fallegum stöðum.
30.ágúst er komið aftur til hafnar í Vancouver. Stoppað eina nótt áður en flogið er heim til Keflavíkur kl. 19:10 frá Vancouver þann 31. ágúst.


celebrity_eclipse_hubbard_glacier_1.jpg

Celebrity Eclipse
Celebrity Eclipse er í svokölluðum „Solstice” klassa hjá Celebrity Cruises, sem er hæsti klassi skipafélagsins.
Celebrity Eclipse fór í sína jómfrúarferð í ágúst  2009, er 122.000 rúm lestir, rúmlega  300 metrar á lengd og með rými fyrir  2850 farþega.
Skipið er 16 hæðir og á næst efsta þilfari er Sveitaklúbburinn The Lawn Club með vel snyrtri grasflöt og sólarlagsbarnum.
Lido er næst efsta þilfarið með skokkbraut, setustofum, veitingastað og bar, allt með gríðarmiklu útsýni til allra átta. Resort þilfarið er með sundlaugum, sundlaugarbar, sólbekkjum og heilsulindinni Aquaspa. Þar eru nuddpottar, gufa, sauna og endalausir mögluleikar á ýmsum  dekur- og heilsubætandi meðferðum. Entertainment þilfarið er með veitingastaði, listmunasölur, kaffihús, ísbúðir o.fl.  Á Promenade þilfarinu eru  litlar verslanir, vínbarir og spilavíti.
Kvöldverður eru borin fram í aðal veitingasal skipsins, sem er á tveimur hæðum. Fleiri veitingastaðir eru um borð eins og Murano sem er með úrval alþjóðlegra rétta á matseðlinum og Tuscan Grille , sem býður ítalska rétti og lúxus steikur.  Silk Harvest  er með asískt eldhús. Greiða þarf sérstakt þjónustugjald á eftirfarandi veitingastöðum. 20 dollarar á Silk Harvest 25 dollarar á Tuscan Grill og 30 dollarar á Murano. Gjaldið er ávallt á mann.
Barir eru um allt skip og þegar kvöldar taka við glæsilegar sýningar og uppákomur í leikhúsinu, sem er á þremur hæðum.
Vínspesíallistar frá vínræktarhéruðunum í Napa Valley eru á barnum Cellar Masters og kenna ykkur  að þekkja göfug vín og velja það besta um borð.


celebrity_millennium_hubbard.jpg

Flugtafla

Flugnúmer Dags Brottför kl. Áfangastaður kl.
FI 697 19.ágúst Keflavík 17:15 Vancouver 18:00
FI 698 31. ágúst Vancouver 19:10 Keflavík 09:30 +1

Siglingarleið

Dagur  Áfangastaður Koma  Brottför
23. ágúst Vancouver, Bresku Columbíu   16:30
24. ágúst Inside Passage ( sigling)    
25. ágúst Icy Strait Point, Alaska  13:30 22:00
26.ágúst Hubbard Jökull( sigling) 10:30 14:30
27.ágúst Juneau, Alaska  07:30 20:00
28. ágúst Ketchikan, Alaska 14:00 20:30
29. ágúst Inside Passage ( sigling    
30. ágúst Vancouver, Bresku Columbíu 07:00  

Ferðalýsing

Miðvikudagur 19. ágúst, Keflavík – Vancouver
Flogið í beinu flugi með Icelandair til Vancouver. Áætluð brottför er kl.17:15 og lending kl 18:00 að staðartíma.
Flugið tekur 10 klst og 45 mín.


celebrity_vancouver.jpg

Fimmtudagur 20. ágúst - Vancouver
Eftir morgunverð er farið í göngu um næsta nágrenni og miðborgina í Vancouver, eftirmiðdagurinn er frjáls.


vancouver_sigling_almennt_2.jpg

Föstudagur 21. ágúst - Vancouver
Frjáls dagur, fararstjóri skipuleggur ferð í nágrenni Vancouver


Vancouver_canada_sigling_.jpg

Laugardagur 22. ágúst - Vancouver
Frjáls dagur í Vancouver


vancouver_sigling_almennt_3.jpg

Sunnudagur 23. ágúst - Celabrity Eclipse
Fyrir hádegi er ekið sem leið liggur niður á höfn þar sem Celebrity Eclipse liggur við bryggju og tékkað inn.
Eclipse siglir af stað kl.16:30.


celebrity_eclipse.jpg

Mánudagur 24. ágúst  - Inside Passage, sigling
Þessi fallega siglingaleið, Alaska Inside Passage, var eitt sinn vinsæl meðal Klondike gullgrafara. Leiðin nær um 800 km af strandlengju og farið er um landslag sem er með því fallegasta í heimi en svæðið státar sig jafnframt af ríkulegu dýralífi. Í þægilegri siglingu úti fyrir strandlengjunni getur þú notið 360° útsýnis til Alexandereyja, eyjaklasa með yfir 1.000 eyjum sem gera hafflötinn fyrir utan Alaska skjólsælan og því tilvalinn til rólegra bátsferða.


celebrity_eclipse_4.jpg

Þriðjudagur 25.ágúst - Icy strait Point, Alaska
Icy Strait Point er hafnarbær sem er í eigu innfæddra og byggður til stuðnings náttúru og þjóðlegum menningararfi Alaska. Eigendur staðarins eru innfæddir Alaskabúar eða Huna Tlingit Native.
Höfnin sem bærinn stendur við er einn besti staðurinn á svæðinu til að veiða og fara í hvalaskoðun. Þarna er hægt að sökkva sér í menningu innfæddra með því að fara á danssýningar eða heimsækja Hoonah sem er stærsta Tlingit eða frumbyggjaþorp í Alaska. Þeir sem eru áhugasamir um útivist geta farið í gönguferð um nálægan regnskóg eða skoðað Chichagof eyju á fjórhjóli.
Í lok dagsins er frábær skemmtun að renna sér í aparólu (e. zipline) milli trjánna og njóta stórbrotins útsýnis.
Sama hvers konar Alaskaævintýri þú leitar að þá finnur þú það hér í Icy Strait Point.


alaska_juneau_4.jpg

Miðvikudagur 26. ágúst - Hubbard jökull, sigling
Upplifðu kraftinn sem býr í þessum stærsta fjöruvatnsjökli Norður-Ameríku. Á meðan flestir jöklar eiga það til að þynnast og hopa heldur Hubbard jökullinn áfram að þykkna og skríða út í Alaskaflóa. Hann hefur því fengið gælunafnið „Stökkvandi jökullinn“ eða „Galloping Glacier“. Þegar þú siglir inn Disenchantment flóa, færðu frábært sjónarhorn þar sem þú getur virt fyrir þér hvernig 122 m breiður jökullinn kemur út í sjóinn en Hubbard er rúmlega 120 km að lengd og 366 m að dýpt.


celebrity_eclipse_hubbard_glacier_3.jpg

Fimmtudagur 27. ágúst - Juneau, Alaska
Það er ekki auðvelt að komast til Juneau, hinnar afskekktu höfuðborgar Alaska, en hægt er að fljúga þangað eða fara sjóleiðina. Ferðalagið er sannarlega þess virði því þarna er stórbrotið útsýni og ríkuleg menningararfleifð hvert sem litið er. Fjöllin gnæfa tignarleg yfir með fallega hvíta toppa, mistrið hangir yfir djúpgrænum regnskógunum, ævintýralegir gríðarstórir jöklar setja svip sinn á svæðið og dýralíf er blómlegt. Borgin er því fullkominn staður til að tengjast náttúrunni. Mount Juneau, fjallið sem borgin fær nafn sitt frá og Mount Roberts, ramma borgina af og setja fallegan baksvip á bæjarlífið. Í miðbænum eru aldagamlar krár, fallegar litlar búðir og söguleg kennileiti. Þeir ferðamenn sem hafa áhuga á að kanna menningu ættu að skella sér í gamla bæinn og á Alaska State minjasafnið. Þeir sem eru meira fyrir útivist hafa úr fjölmörgu skemmtilegu að velja. Þeir geta farið í hvalaskoðun á Auke Bay höfninni, gengið yfir freðmýrina á Mendenhall jöklu eða jafnvel leitað eftir gulli í Last Chance Basin námunni.


alaska_juneau_1.jpg

Föstudagur 28. ágúst - Ketchikan, Alaska
Ketchikan er borg sem er staðsett við suðurendann á Alaska Inside Passage en borgin er aðkomuleið að náttúrulífi og sjávarlífi Misty Fjords National Monument sem er eins konar þjóðgarður. Borgin er fræg fyrir að niðursjóða lax í dósir en hún er miðpunktur veiði og útivistar á svæðinu. Hún er einnig heimabær þriggja ættbálka indjána af norðvesturströndinni svo þarna er frábær staður til að upplifa menningu innfæddra. Hún birtist í litríkum handútskornum tótemsúlum meðfram götum og görðum borgarinnar og í einstakri hönnun á íbúðarhúsum sem standa á „stultum“ í hlíðum Deer Mountain. Ef þig langar að komast nálægt náttúrunni ættir þú að ferðast inn í Tongass þjóðgarðsskóginn sem er sá stærsti í Bandaríkjunum. Þú gætir líka farið að Ketchikan Creek fossi til að njóta útsýnis yfir alla borgina og sjá hvernig laxinn kemur árlega inn á svæðið.


alaska_ketchikan.jpg

Laugardagur 29. ágúst - Inside passage, sigling
Siglt til baka um þessa undurfögru firði á leið aftur til Vancouver.


sigling_alaska_juneau_2.jpg

Sunnudagur 30. ágúst - Vancouver
Celebrity Eclipse leggur að bryggju kl. 07:00 að morgni. Eftir morgunverð er tékkað út og farið um borð í rútu. Farið er í hálfs dags ferð um Vancouver og nágrenni á meðan beðið er eftir að tékka inn á hótel Georgian Court í Vancouver þar sem gist er í 2 nætur. 


vancouver_sigling_almennt_1.jpg

 

Mánudagur 31. ágúst - Vancouver 
Flogið seinnipartinn heim til Keflavíkur. Flugið er áætlað kl.19:10 og lending í Keflavík er 09:05 að morgni, 1. september.

Sjá nánar í ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar Upplýsingar

 • Verð og innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef YVR

  8 klst

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  USD

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun