fbpx Sigling um Panama skurðinn | Vita

Sigling um Panama skurðinn

Ævintýri frá Flórída til Kaliforníu

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Skemmtisigling um Karíbahaf, Panamaskurðinn og Kyrrahaf.

11. april - 1. maí 

Fararstjóri: Héðinn Svarfdal Björnsson
 

Toronto, Kanada -  Ft. Lauderdale – Florida, George town, Grand Cayman - Cartagena – Colombía, Colon og Panama skurðurinn – Panama, Puerto Quetzal – Guatemala, Puerto Vallarta og Cabo San Lucas – Mexikó, Los Angeles – Kaliforníu.

Skipið
Serenade of the Seas
Glæsilegt farþegaskip, sem var hleypt af stokkunum 1. ágúst 2003. það er 90 þúsund lestir og tekur alls 2.490 gesti auk áhafnar sem eru um 900 manns. Um borð er klifurveggur, körfuboltavöllur, spilavíti, heilsulind, barir,  veitingastaðir, leikhús, setustofur og sundlaugar.
Klefar eru  ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, sjónvarpi, ísskáp eða smábar, hárþurrku, snyrtiborði og öryggishólfi. Baðherbergi með sturtu  og snyrtivörum.  Herbergisþjónusta allan sólarhringinn.
Sundlaugar, sólbekkir, nuddpottar, barir  og veitingastaðir eru á sólarþilfarinu. Leikir og fjör á daginn og gjarnan  lifandi tónlist.  Heilsulindin býður gegn gjaldi ýmsar dekur- og heilsubætandi meðferðir.
Aðal veitingasalurinn er á tveimur hæðum með svölum og glæsilegur í allar staði. Þar dekra prúðbúnir þjónar, vínsérfræðingar og vikapiltar við gesti sína. Windjammer er sjálfsafgreiðslu veitingastaður og afar vinsæll fyrir morgun- og hádegisverð.  Þar má fá bæði salöt, létta rétti, kjöt, fisk og pasta og að sjálfsögðu er nóg af gómsætum eftirréttum. Á þessum veitingastöðum er allur matur innifalin.
Aðrir veitingastaðir eru Chops Grill, gott steik hús, Sérrétta veitingastaðurinn Giovanni‘s table er með ítölsku þema. Á þessum veitingastöðum þarf að panta borð og greiða aukagjald, Auk margra annara veitingastaða.
Barir eru um allt skipið, hver með sitt þema og er kampavínsbarinn einkar vinsæll.  Hægt er að fá eitthvað að borða og drekka  nánast allan sólarhringinn. Allan daginn eru veitingastaðirnir opnir og hefst með  morgunverði, hádegisverði, kaffihlaðborð síðdegis

Flugtafla

Flugnúmer Dags Flugvöllur Brottför Flugvöllur Lending
FI 603 11.april Keflavík 17:05 Toronto,Kanada 19:10
WS1232 12.april Toronto, Kanada  11:15 Ft. Lauderdale,Flórída 14:33
AS798 01.maí Los Angeles 10:45 Seattle  13:41
FI682 01.maí Seattle 18:55 Keflavík 09:15+1

Siglingin

Dagur Áfangastaður Koma Brottför
13.apríl Fort Lauderdale, Flórída   16:00
14.apríl Á siglingu    
15.apríl George Town, Grand Cayman 08:00 16:00
16.apríl Á siglingu    
17.apríl Cartagena, Kólombíu 08:00 16:00
18.apríl Colon, Panama  06:00 18.00
19.apríl Siglt gegn um Panama skurð 06:00 18:00
20.apríl Á siglingu    
21.apríl Á siglingu    
22.apríl Puerto Quetzal, Guatemala 08:00 17:00
23.apríl Á siglingu    
24.apríl Á siglingu    
25.april Puerto Vallarta, Mexikó 07:00 16:00
26.apríl Cabo san Lucas, Mexíkó 10:00 19:00
27.apríl Á siglingu    
28.apríl Á silgingu    
29.apríl Los Angeles, Kaliforníu 07:00  

sigling_panama_1.jpg

Stutt ferðalýsing 
Ævintýrið hefst með seinni parts flugi til Toronto 11. april, ein nótt í Toronto áður en haldið er áfram morgunin eftir og flogið til Ft. Lauderdale, þar sem gist er eina nótt áður en haldið er í siglinguna. Siglt af stað seinnipart 13. april ot eftir einn dag á siglingu er komið í land á Grand Cayman eyjum í Karíbahafinu. eftir annan dag á siglingu er komið til kólumbíu og þaðan til Panama þar sem er áð í Colon og síðan siglt í gegn um Panama skurðinn. Eftir það eru tveir dagar á sjó. síðan er Guatemala áður en komið er til Mexíkó. í Mexícó er stoppað á  Puerto Vallarta og Cabo San Lucas og þá eru það tveir síðustu dagarnir á sjó áður en komið er til Los Angeles, tvær nætur í borg englana áður en flogið er heim á leið í gegn um Seattle þann 1. maí komið til Keflavíkur að morgni 2. maí.


toronto_1.jpg

Föstudagur 11. april  Keflavík - Toronto 
Flogið í eftirmiðdagsflugi eða kl. 17:05 frá Keflavík til Toronto í Kanada þar er áætlaður lendingartími kl. 19:10. Flugtíminn er 6 klukkustundir. Ekið á hótel XXXXXXX  og gist þar eina nótt. 


Ft. lauderdale.jpg

Laugardagur 12. april Toronto  - Ft. Lauderdale 
eftir morgunverð á hóteli í Toronto er flogið til Ft. Lauderdale með West Jet kl.  11:15 og lending kl. 14:33 flugi tekur rétt rúmar 3 klst. Á flugvellinum tekur rútan á móti hópnum og ekið er á hótel í Ft. Lauderdale það se gott er að slaka á fyrir siglingu. og gist eina nótt á XXXXX


serenade_exteriornyc_4.jpg

Sunnudagur 13. april  Serenade of the Seas 
Um hádegið er ekið að skipshlið, tékkað inn og gengið um skipið sem áætlað er að leggji af stað kl. 16:00. Gaman að vera uppi á dekki þegar skipið siglir út úr ft. Lauderdale. Alltaf mikið líf og fjör á sundlaugardekki þegar siglt er af stað. Síðan er kvöldverður og meiri skemmtun um allt skip. 


serenade_centrum.jpg

Mánudagur 14 april - á siglingu.
Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Svo má fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.


cel_grand_cayman_snorkel_1.jpg

Þriðjudagur  15.apríl George Town, Grand Cayman
George Town er litrík og leiftrandi borg, þar sem allir ættu að geta upplifað ævintýri við sitt hæfi, hvort sem það er með því að sleppa sleppa fram af sér beislinu í tollfrjálsum verslunum eða sökkva sér í snorkl, leggjast í bátsferðir eða á silkimjúkar sandstrendur, nú eða heilsa upp á viðkunnanlegar stingskötur við næsta sandrif.


serenade_champagnelounge.jpg

Miðvikudagur  16. apríl Á siglingu
Njótum dvalarinnar um borð. Ef sólin skín er ljúft að leggjast á sólbekk, annars má skokka einn hring skoða hvað er í boði um borð og svo kemur "Happy Hour" fyrr en varir og margréttaður kvöldverður bíður okkar.


celebrity_panama.jpg

Fimmtudagur 17. April (Skírdagur)  Cartagena, Kólumbíu
Risavaxinn veggur og virki umlykja gömlu borgina en þau eru á heimsminjaskrá UNESCO.  Það er margt að sjá í borginni en þar er iðandi mannlíf, söfn, gallerí og skemmtileg matar- og drykkjarhefð.


colon_panama.jpg

Föstudagur 18. apríl (föstudagurinn langi) -  Colon, Panama
Þegar Columbus fyrst lenti á ströndum Panama árið 1502 varð hann var svo hrifinn af  hinum ótrúlega gullforða sem hann sá hjá innfæddum, að hann skrifaði í dagbók sína: "Í þessu landi Veragua sá ég meira gull á fyrstu tveimur dögum sem ég sá á fjórum árum á Hispaniola.
Borgin er önnur stærsta tollfrjálsa höfn í heimi, og hægt er að kaupa ýmislegt í Colón. Þangað er líka áhugavert að koma, fyrir þá sem hafa áhuga á skógum, vistfræði og umhverfinu almennt. Þar eru bæði  hinn mikli þjóðgarður Chagres National Park og Gamboa regskógurinn sem sem liggur innan Soberania þjóðgarðsins.


panama-canal.jpg

Laugardagur 19.april -  Sigling um Panama skurðinn
Ein mesta bylting siglingasögunnar er Panama skurðurinn sem tengir saman Atlantshaf og Kyrrahaf. Fyrst var reynt að grafa skurðinn á síðari hluta 19. aldar en eftir að um 22 þúsund manns höfðu látist við framkvæmdirnar var beðið eftir betri tækni. Skurðurinn opnaði loks árið 1914, en 5600 manns létust við síðari hluta verksins. Hann stytti siglingaleiðina frá New York til San Fransisco úr 22.500 km í 9.500 km.  Byltingin var algjör. Það er ferðin í gegnum hann líka, skipið rís 25 metra í sérstökum lyftum og ný ævintýri bíða handan hafsins.  Síðan var skurðurinn stækkaður á árunum 2007 - 2016. 


rci_formaldining.jpg

Sunnudagur 20. Páskadagur og mánudagur 21. apríl 2. í páskum. - Á siglingu
Næstu tveir dagar fara í það að njóta alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi, um gera að láta dekra við sig hvort sem er við sundlaugina eða innandyra í heilsulindinni eða í því sem hugurinn girnist. 


puerto_quetzal_guatemala.jpg

Þriðjudagur 22. april Puerto Quetzal, Guatemala. 
Puerto Quetzal er stærsta höfnin á Kyrrahafsströnd Gvatemala, en skammt frá borginni  er stöðuvatnið Atitlan, sem er dýpsta stöðuvatn í Mið-Ameríku,  umkringt þremur eldfjöllum.  Daginn er t.d. hægt að nota til að heimsækja gömlu nýlenduborgarina Antiqua sem er á heimsminjaskrá UNESCO.

Miðvikudagur 23. og fimmtudagur 24. april (sumardagurinn fyrsti) – á Siglingu
Tveir daga á siglingu. Endalausir möguleikar hvort sem það er að ganga bara um og njóta þess sem í boði er, láta dekra við sig í heilsulindinni, taka á og puða í heilsuræktinni eða bara slaka á.


puerto_vallarta_mexico.jpg

Föstudagur 25.april - Puerto Vallarta, Mexico
Heillandi strandbær sem hefur í áratugi verið einni vinsælasti ferðamannastaður í Mexíkó. Vingjarnlegt fólk, fallegar strendur, flottar tískubúðir auk glæsilegra golfvalla.


cabo_san_lucas_mexico.jpg

Laugardagur 26.april-  Cabo San Lucas, Mexíkó
Dagur í hinni fallegu borg Cabo San Lucas sem er syðst á Baja Kaliforniu-skaganum en skipið kemur þangað snemma morguns. Landslagið í kringum borgina er einkar fallegt og í kringum hana sést reglulega til hvala. Við hana er hægt að kafa, sigla á kajak og þá er fjöldi bara og veitingastaða í þessum litla en skemmtilega bæ. Hljómsveitin Van Halen opnaði veitingastað í bænum og einn meðlima hennar rekur hann í dag. Staðurinn heitir Cabo Wabo Cantina og er sá vinsælasti í bænum.

 


royal_caribbean_vintage.jpg

Sunnudagur 27. og mánudagur 28.april -  Á siglingu
Tveir síðustu dagarnir fara í það að njóta alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi,  allt sem ekki hefur verið gert en þú ert allaf að hugsa um að skella þér í. Hvort sem það er dekur í spainu eða eitthvert skemmtilegt námskeið eða fyrirlestur. Síðan eru tilboð í verslununum, sérstklega síðustu dagana í siglingunni. 


los-angeles.jpg

Þriðjudagur 29.apríl  -  Los Angeles, Kaliforníu 
Eftir morgunverð á skipinu er farið í rútu og farið í ferð um Los Angeles og Hollywood. Síðan eftir ferðina er tékkað inn á hótel XXXX  þar sem gist er í tvær nætur. 


la-hollywood-sign.jpg

Miðvikudagur  30. april Los Angeles 
Frjáls dagur, en boðið verður upp á ferð á vínekru með smakki sem verður auglýst síðar. 


seattle_sigling_almennt.jpg

Fimmtudagur 1. maí  Los Angeles - Seattle -  heimferð
Eftir morgunver er farið út á flugvöll og flogið til Seattle áætluð brottför kl. 10:45  og lending í Seattle kl. 13:45  flugið tekur rétt tæpar 3 klst. síðan er haldið áfram til Keflavíkur kl. 18:55  með Icelandair til Keflavíkur þar sem lent er kl. 09:15 að morgni 2. maí. Flugið tekur um 7 og hálfa klst. 
 

Sjá frekari upplýsingar
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar upplýsingar

 • Verð og innifalið

Gististaðir

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef FLL

  9 klst

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  USD

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun