fbpx Umhverfis hnöttinn | Vita

Umhverfis hnöttinn

Frá Hawaii til Ástralíu

Siglingin er uppseld

Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á [email protected] Síminn er 570-4444.

Hafa samband

Myndagallerí

Sigling frá Hawaii til Sydney í Ástralíu.

Celebrity Eclipse
29. september - 28. október.

Fararstjóri: Kristinn R Ólafsson

Seattle, Bandaríkjunum - Honolulu Hawaii - Papeete Tahiti, Bora Bora og Moorea, Frönsku Pólýnesíu – Dagalínan – Auckland og Bay of Islands, Nýja Sjálandi - Sydney, Ástralíu – Dubai.

Stutt ferðalýsing
29. september er flogið með Icelandair til Seattle, gist í eina nótt á flugvallarhóteli áður en flogið er til Hawaii. Þrjár nætur í Honolulu áður en siglt er af stað. Eftir fimm daga á siglingu er komið við á þremur rómuðum eyjum í Kyrrahafinu Bora Bora, Papeete og Moorea í Frönsku Pólýnesíu. Aftur er siglt í átt til Nýja Sjálands í fimm daga og á þriðja degi er farið yfir dagalínuna. Auckland og Bay of Islands á Nýja Sjálandi eru næstu staðir sem komið er við á, áður en komið er til Sydney í Ástralíu þar sem farið er frá borði. Flogið er frá Sydney eftir þrjá daga í borginni og þaðan er farið til í Dubai þar sem gist er í 3 nætur áður en haldið er heimleiðis..

Celebrity Eclipse
Celebrity Eclipse er í svokölluðum „Solstice” klassa hjá Celebrity Cruises, sem er hæsti klassi skipafélagsins. 
Celebrity Eclipse fór í sína jómfrúarferð í ágúst  2009, er 122.000 rúm lestir, rúmlega  300 metrar á lengd og með rými fyrir  2850 farþega.  Skipið er 16 hæðir og á næst efsta þilfari er Sveitaklúbburinn The Lawn Club með vel snyrtri grasflöt og sólarlagsbarnum.
Lido er næst efsta þilfarið með skokkbraut, setustofum, veitingastað og bar, allt með gríðarmiklu útsýni til allra átta. Resort þilfarið er með sundlaugum, sundlaugarbar, sólbekkjum og heilsulindinni Aquaspa. Þar eru nuddpottar, gufa, sauna og endalausir möguleikar á ýmsum  dekur- og heilsubætandi meðferðum. Entertainment þilfarið er með veitingastaði, listmunasölur, kaffihús, ísbúðir o.fl.  Á Promenade þilfarinu eru  litlar verslanir, vínbarir og spilavíti.
Kvöldverður eru borin fram í aðal veitingasal skipsins, sem er á tveimur hæðum. Fleiri veitingastaðir eru um borð eins og Murano sem er með úrval alþjóðlegra rétta á matseðlinum og Tuscan Grille , sem býður ítalska rétti og lúxus steikur.  Silk Harvest  er með asískt eldhús. Greiða þarf sérstakt þjónustugjald á eftirfarandi veitingastöðum. 20 dollarar á Silk Harvest 25 dollarar á Tuscan Grill og 30 dollarar á Murano. Gjaldið er ávallt á mann.
Barir eru um allt skip og þegar kvöldar taka við glæsilegar sýningar og uppákomur í leikhúsinu, sem er á þremur hæðum.

Flugtafla ( Flugtímar áætlaðir)

Flugnúmer Dags Flugvöllur  Brottför Flugvöllur  Lending
FI  681 29.september Keflavík  17.05 Seattle 17:55
AS 174 30.september Seattle 08 :55 Honolulu 12:05
EK413 25.október Sydney 21:45 Dubai 05:15 +1
EK159 28.október Dubai 07:25 Osló 12:30
FI 319 28.október Osló 13:45 Keflavík 14:45

Siglingaleið

Dagur Áfangastaður Koma Brottför
3. október Honolulu, Oahu, Hawaí   19:00
4. október Á siglingu    
5. október Á siglingu    
 6.október Á siglingu    
 7.október Á siglingu    
 8.október Á siglingu    
9.október  Papeete, Tahiti Frönsku Pólynesíu 08:00 21:00
10.október  Moorea,Frönsku Pólynesíu 07:00 19:00
11.október  Raiatea, Frönsku Pólynesíu 07:00 18:00
 12.október Á siglingu    
 13.október Á siglingu    
 14.október Dagalínan    
15.október Á siglingu    
16.október Á siglingu    
17.október  Á siglingu    
18.október Auckland, Nýja Sjálandi 10:00 18:00
19.október Bay of Islands, Nýja Sjálandi 07:00 18:00
20.október Á siglingu    
21.október Á siglingu    
22.október Sydney, Ástralíu 06:30  

Ferðatilhögun

Fimmtudagur 29. september Keflavík – Seattle
Flogið er með Icelandair til Seattle kl. 17:05 og lending kl.17:55 að staðartíma. Flugið tekur 7klst og 45 mín. Farið er á hótel Crown Plaza Seattle hotel  í eina nótt áður en haldið er áfram til Hawaii.


seattle_skyline.jpg

Föstudagur 30. september Seattle – Honolulu, Hawaii
Eftir morgunverð á hótelinu er flogið áfram til Honolulu brottför frá flugvelli í Seattle er kl. 08:55 og lending kl. 12:05 að staðartíma í Hawaii. Flugið tekur 5 og hálfa klukkustund. Ekið á hótel Sheraton Waikiki Hotel   í Honolulu þar sem gist er í 3 nætur.


honolulu.jpg

Laugardagur 1. október – Honolulu, Oahu, Hawaii
Það er óhætt að kalla Honolulu, höfuðborg Hawaii, demantinn í Kyrrahafinu. Hér gefur að sjá einu konungshöllina sem reist hefur verið í öllum Bandaríkjunum, hægt er að sóla sig á Waikiki-ströndinni, fara upp á eldfjallið Diamond Head sem gnæfir þar yfir eða njóta kyrrðarinnar í þjóðarkirkjugarði Kyrrahafsins, sem að sjálfsögðu er á toppi eldfjalls, ofan í Punchbowl-gígnum. Þá er óhætt að mæla með því að skoða Pearl Harbor-safnið og minnisvarðann um USS Arizona.
Skoðunarferð um Honolulu þar sem farið er meðal annars í Pearl Harbour safnið "World of War II", en þar er m.a. minnisvarðinn um USS Arizona.
Ferðin endar með 3ja rétta kvöldverði á Yard House.


sigling_cruise_hawaii_honolulu.jpg

Sunnudagur 2. október- Honolulu, Oahu, Hawaii
Frjáls dagur í Honolulu, tilvalið að njóta og ganga um á hinni víðfrægu Waikiki strönd.


celebrity_solstice.jpg

Mánudagur 3. október – Honolulu, Oahu, Hawaii – Celebrity Eclipse
Morguninn tekin rólega í Honolulu þar til farið er í skip. Celebrity Eclipse leggur úr höfn kl. 19:00


hawaii_honolulu_1.jpg

 

Þriðjudagur 4. til laugardagsins 8. október  - siglingadagar
Fararstjóri fer í kynnisferð um skipið til að enginn missi af neinu. Njótið þess að skoða skipið og svo má t.d. leggjast á sólbekk við sundlaugina og smakka hina litskrúðugu og ljúffengu kokteila sem barþjónarnir blanda. Einnig er hægt að fara í búðir, á málverkauppboð, eða kannski á matreiðslunámskeið, danskennslu eða sækja fyrirlestur. Matur og drykkur allan daginn, svo bíða 3ja rétta kvöldverðir og glæsilegar sýningar á kvöldin.


celebrity_millennium2.jpg

Sunnudagur 9. október- Papeete, Tahítí, Frönsku Pólýnesíu
Hér nýtur Kyrrahafsrómantíkin sín í öllu sínu veldi, með bláum lónum, eldfjöllum, fossum, svörtum sandströndum og hjartnæmum viðtökum heimamanna á Tahítí í Frönsku Pólýnesíu. Og stemningin er óneitanlega frönsk í Papeete þar sem kaffihúsin sitja i röðum við breiðgötur höfuðborgarinnar.


bora_bora.jpg

Mánudagur 10. október -  Bora Bora, Frönsku Pólýnesíu
Bora Bora er án vafa einn fegursti og rómantískasti áfangastaður jarðar. Mjallahvítar sandstrendur, gróskumikil náttúran, litrík kóralrifin og túrkisblá lónin valda því að það er ekki nokkur vegur að standast sjarma þessarar einstöku Kyrrahafseyju.


maxresdefault.jpg

Þriðjudagur 11. október- Moorea, Frönsku Pólýnesíu
Um 20 kílómetra norðvestur af Tahíti liggur Moorea, stórkostleg eldfjallaeyja með strandlengju sem einkennist af tærum blágærunum lónum og svörtum og hvítum söndum. Það þarf engan að undra að kafteinn Cook hafi varpað akkerum hér og er hann sagður hafa „fundið“ eyjuna. Kóralrifið sem umkringir Moorea er sannkölluð paradís þeirra sem hafa gaman af að snorkla og þeir sem eru til í að róa á kajak geta notið stórbrotinnar náttúrufegurðarinnar til fulls. Þeir sem vilja aftur á móti halda sig inn til lands ættu að skoða hina fögru Afareaitu-fossa.

Miðvikudagur 12. og Fimmtudagur 13. október  Á siglingu
Lífsins notið um borð áður en siglt er yfir dagalínuna. Um að gera að njóta þess sem í boði er á skipinu.


cel_sl_silkharvest2.jpg

Föstudagur 14. október - Dagalínan
Yfir Kyrrahaf liggur ímynduð lína sem kölluð er dagalínan og markar upphaf hvers dags. Línan fylgir 180 ̊ lengdargráðu en tekur þó sveigjur og beygjur meðfram nokkrum landsvæðum og eyjaklösum.  


154575-004-8e24d68b_international_dateline.jpg

Laugardagur 15. til mánudagins 17. október – Á siglingu
Næstu tveir dagar fara í það að njóta alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi, um gera að láta dekra við sig hvort sem er við sundlaugina eða innandyra í heilsulindinni eða í því sem hugurinn girnist.


cel_sl_winetower_wide.jpg

Þriðjudagur 18. október – Auckland, Nýja Sjálandi
Auckland er langstærsta borg Nýja-Sjálands, með 1,3 milljónir íbúa, þar af er stór hluti Pólýnesíumenn og aðfluttir frá öllum heimshornum. Borgin er oft kölluð „City of Sails“, eða Borg seglanna, því að hún er staðsett á milli tveggja stórra siglingahafna og veðurfarið er einstakt. Auckland er stór borg á lítilli eyju og andrúmsloftið einkennist af sannkölluðum heimsborgarbrag.


nyja_sjaland_sue_38.jpg

Miðvikudagur 19. október  - Bay of Islands, Nýja Sjálandi
Það var landkönnuðurinn mikli James Cook sem gaf svæðinu sem samanstendur af 150 smáeyjum og strandbæjum nafnið Bay of Islands árið 1769. Það má því engan undra að ævintýri á borð við stangveiði, skútusiglingar, kajaksiglingar og fleira bíði ykkar á þessum slóðum.


bay_of_islands_new_zealand.jpg

Fimmtudagur 20. og föstudagur 21. október – Á siglingu
Síðustu tveggja dagana er notið á skipinu áður en komið er til hafnar í Sydney í Ástralíu. Hvort sem kosið er að vera úti á dekki í sólinni og láta stjana við sig og skemmta af starfsfólki skipsins eða vera innandyra þar sem margt er um að vera, hvort sem er útsölur, taka á því í ræktinni, láta stjana við sig í nuddi eða öðru í heilsulindinni, eða bara njóta þessa að ganga um skipið.


equinox_skip_vita_7.jpg

Laugardagur 22. október -  Sydney, Ástralíu
Celebrity Eclipse leggur að bryggju í Sydney kl. 06:30 að morgni. Eftir morgunmat í skipinu er farið frá borði og farið beint í skoðunarferð um Sydney. Þar sem meðal annars er farið upp í útsýnisturninn Sydney Tower Eye og skoðað hið magnaða útsýni yfir borgina.  Eftir ferðina er farið á Park Royal Darling Harbour þar sem gist er í 3 nætur. Seinni parturinn og kvöldið frjálst.

Sydney, Ástralía
Sydney er óneitanlega helsta heimsborgin á suðurhveli jarðar enda svo ótalmargt að sjá og skoða. Hver ströndin fegurri annarri, víngerðir kennileiti og verslanir á heimsmælikvarða. Skoðið meistaraverk byggingarlistarinnar eins og Óperuhúsið og Sydney-brúna sem tengir saman tvo borgarhluta. Gægist undir yfirborðið í sjávargöngum sædýrasafnsins og drekkið í ykkur fegurðina úr útsýnisturninum í miðborginni. Náttúran er aldrei langt undan í þessari iðandi stórborg. Hér eru heimsins bestu brimbrettastrendur, dýragarðar, vínekrur, þjóðgarðar og grasagarður með meira en 7.500 tegundum plantna. Hér er hægt að fara í frumskógar- og hvalaskoðunarferðir og njóta gróðurs og dýralífs, sólar og himinblás sjávar allan ársins hring. Sydney er elsta borg Ástralíu og hvergi í heiminum er mannlífið fjölbreyttara og frá fleiri heimshornum. Því skal engan undra að hversu flóran í menningu, matargerð og listum er litrík. Við mælum sérstaklega með því að líta við á veitingastöðunum og börunum í sögulegu byggingunum í The Rocks hverfinu við höfnina.


australia_rhapsody_sydney2.jpg

Sunnudagur 23. október – Sydney, Ástralíu
Heils dags ferð í Blue Mountains og í Featherdale Wildlife park. Featherdale dýragarðurinn er með yfir 1700 tegundir af dýrum öllum áströlsku dýrunum eins og kengúrum, kóalabjörnum, krókódílum svo eitthvað sé nefnt. Bláu fjöllin eða Blue Mountains er undurfagurt skógivaxið fjalllendi með skemmtilegum tindum farið er t.d. í kláf til að njóta sem best það sem fyrir augu ber.


australia-blue-mountains-national-park-govetts-leap-lookout.jpg

Mánudagur 24 október – Sydney, Ástralíu
Dags ferð. Farið er m.a. í Óperuhúsið í Sydney þar sem við fáum klukkustund til að skoða þetta fræga óperuhús. Einnig er farið að hafnar brúnni, Botanic garðarnir og stóll Mrs. Macquarie, þinghúsið og margt fleira. Dagurinn endar á að siglt um flóann og höfnina. Í siglingunni er boðið upp á mat og drykk.


Australia_sydney_8.jpg

Þriðjudagur 25. október  - Sydney – Dubai
Dagurinn frjáls fram undir kvöld og þá er flogið áleiðis heim með stoppi í Dubai.
Flugtíminn er  kl. 21:45  og lent í Dubai kl. 05:15 að morgni 26. október. Flugið tekur um 14 klst. Þannig að það er kærkomið að stoppa og byrja að vinda ofan af tímamismuninum.
Gist á hinu glæsilega Radisson Blu hotel, Dubai Canal View  í 2 nætur.
Hótelherbergin eru tilbúin þegar hópuinn kemur á hótelið snemma morguns 26. október

Miðvikudagur 26. Október  Dubai
Tékkað inn á hótelið og farið í morgun verð.  Eftir hádegið er farið í hálfs dags skoðunarferð um Dubai.

Fimmtudagur 27. Október  Dubai
Fyrripartur dagsins frjáls en um miðjan dag er farið í eyðimerkurferð og grill.
Ferðin byrjar um miðjan dag á ógleymanlegri keyrslu á fjórhjóladrifnum bílum yfir hinar stórkostlegu sandöldur í eyðimörkinni. Við heimsækjum úlfaldabú og einnig er myndastopp í eyðimörkinni og upplifum við eftirminnilegt sólsetur í þessu framandi umhverfi. Keyrt er að arabískum tjaldbúðum þar sem borðaður verður kvöldverður undir stjörnubjörtum himni. Meðan kveikt er undir kolaeldinum til að undirbúa grillmáltíðina er tími til að fá sér henna húðflúr, máta arabískan fatnað, halda á fálka eða skella sér í ævintýranlega úlfaldaferð. Hápunktur kvöldsins er svo Tannoura danssýning og framandi magadans í takt við arabíska tónlist meðan við gæðum okkar á fjölbreyttu grilluðu kjöti og meðlæti. Eftir kvöldmatinn er keyrt til baka á hótelin.

Fösturdagur 28.október  Heimferð
Flogið heim snemma morguns.  Heimflug flogið með Emerates til Oslo og síðan áfram heim til Íslands. Áætluð lending í Keflavík er kl. 14:45

Sjá nánari ferðalýsingu

Siglingin er uppseld

Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á [email protected] Síminn er 570-4444.

Hafa samband
 • Hagnýtar Upplýsingar

 • Verð og innifalið

 • Skoðunarferðir

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef SEA

  8

  Eftirmiðdagsflug

 • Gjaldmiðill

  $

  Dollar

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun