fbpx Þessalóníkí og Istanbúl | Vita

Þessalóníkí og Istanbúl

Saga tveggja heimsvelda

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Þessalóníkí og Istanbúl

Saga tveggja heimsvelda.
24. september – 8. október.
Fararstjóri: Þóra Valsteinsdóttir

Það eru fáir staðir í heiminum þar sem vísbendingar um árekstra heimsvelda eru eins skýr eins og í sýslunum tveimur í Norður-Grikklandi, Makedóníu og Þrakíu. Með rúmlega 2.300 ára siðmenningu hefur þetta svæði verið heimili forn Grikkja, Rómverja, Bísantína, Ottomana og loks nútíma Grikkja. Hvert heimsveldi setti sitt mark bæði menningarlega og efnislega, eins og sjá má í byggingarstílnum, í matnum og í lífsháttum fólksins. Við byrjum ferðina í Þessalóníki, höfuðborg Makedóníusýslunnar og annari stærstu borg Grikklands. Borgin var vagga nýsköpunar í fornöld og um hana streymir enn í dag sama skapandi orkan.
Falleg náttúra og mikil saga verður á vegi okkar hvert sem litið er, á Olympus þar sem guðirnir 12 bjuggu, í Pella og Vergina sem voru höfuðborgir heimsveldis Alexanders mikla, í Filippi þar sem Páll postuli lét reisa fyrstu kirkjuna í Evrópu og í Nestos og Evros þar sem sjáum villt dýralíf og falleg fljót og stöðuvötn.

Eftir söguveislu í Grikklandi er farið til Istanbúl, sem er fjölmennasta borg Tyrklands, miðstöð menningar og fjármála landsins. Borgin liggur beggja vegna Bosporussunds, sem tengir Svartahaf og Marmarahaf, svo borgin er eins og brú milli Asíu og Evrópu, bæði hvað varðar landafræði og menningu. Áætlað er að á milli 12 og 19 milljónir búi í borginni, sem þýðir að þetta er ein stærsta borg Evrópu og veraldar. Í borginni er mikill fjöldi sögulegra bygginga, spennandi listasafna og annarra safna. Þar ber hæst Topkapi höllina, Hagia Sophia og Bláu Moskuna. Í Istanbúl er fjöldi verslanamiðstöðva, sumar þeirra gamlar og sögufrægar, en aðrar nýtískulegar. Basarinn mikli, sem hefur starfað frá árinu 1461, er einn elsti og stærsti yfirbyggði markaður veraldar. Markaðurinn Mahmutpasha basar er undir berum himni og nær frá Basarnum mikla að Egypska basarnum, sem hefur verið stærsti kryddmarkaður Istanbúl frá árinu 1660.

Dagur Flugnúmer Brottför Kl. Koma Kl.
24.sept. BT 170 Keflavík 15:10 Riga 21:50
24.sept. BT 595 Riga 23:35 Thessaloniki 02:25+1
 8.okt LH1299 Istanbul 13:55 Frankfurt 16:10
 8.okt LH 868 Frankfurt 21:05 Keflavík 23:30

Föstudagur 24. september  
Flogið með Air Baltik til Ríga og eftir stutt stopp er haldið áfram til Þessalonikí og áætluð lending kl. 02:25 eftir miðnætti   
Komið til Þessalóníkí og ekið á hótel Electra Palace sem er í miðbænum og þar dveljum við í fimm nætur.

 

Laugardagur 25. september. Gönguferð um borgina
Þessalóníkí kemur ferðalangnum á óvart fyrir það hvað þessi höfuðstaður norðursins er lifandi og skemmtileg borg. Við förum í gönguferð um miðbæinn þar sem við kynnumst mörkuðum bæjarins, og hinum rómverska hluta borgarinnar. Við höldum síðan áfram að sjónum til að sjá Aristotelous torgið og Hvíta turninn sem er frá 15. öldinni. Þaðan göngum við að fornminjasafninu sem er skemmtilega sett upp og aðgengilegt.
Við endum ferðina á hádegisverði í þessari miklu matarborg þar sem eldhús austurs og vesturs hafa blandast saman um aldir.
Innifalið: Morgunverður og hádegisverður.


thessalonikia_alexandroupolis_2.jpg

Sunnudagur 26. september. Slóðir Alexanders mikla
Í dag liggur leið okkar til aftur í tímann til fornu borgarinnar Pella þar sem Alexander mikli fæddist. Við kynnumst hinni ríku sögu höfuðborgar Makedóníu, sem var iðandi stórborg á klassískum tímum. Glæsileiki hinnar fornu borgar blasir alls staðar við okkur þar sem við göngum um verslunar- og framleiðslumiðstöð borgarinnar, svokallaða agora, sem var í raun stærsta markaðssvæði fornaldar. Þessi risastóra byggingarsamstæða innihélt verslanir, verkstæði, skrifstofur fyrir stjórnsýslu og geymslu sögulegra gagna í borginni. Frá Pella höldum við til Vergina sem var fyrsta höfuðborg Makedóníu, en þar var Filippus II konungur drepinn í leikhúsinu árið 336 f.kr. og Alexander sonur hans útnefndur konungur. Fimm grafir fundust á svæðinu árið 1976 og í einni þeirra, gröf Filippusar, fannst einn mesti fjársjóður sem grafinn hefur verið upp í Grikklandi. Þessar gersemar eru varðveittar í fornminjasafninu í Vergina.
Innifalið: Morgunverður og hádegis- eða kvöldverður.


thessalonikia_alexander_2.jpg

Mánudagur 27. september. Falleg náttúra og heitar lindir
Eftir morgunverð ökum við til bæjarins Edessa sem státar af mikilli náttúrufegurð og er oft kölluð ,,borg vatnanna’’. af því að mörg vatnsföll liggja úr fjallinu Vermios í gegnum bæinn.
Við skoðum bæinn og fossana  sem þar eru, en höldum síðan til heitu lindanna í Pozar sem eru náttúrulegar heilsulindir á fallegum stað við rætur fjallsins Kaimaksalan. Þar höfum við kost á að baða okkur í heitu lindunum eða bara njóta þess að vera á þessum fagra stað.
Innifalið: Morgunverður og hádegis- eða kvöldverður.


thessalonikia_pozar.jpg

Þriðjudagur 28. september. Olympus fjallið, Enipeas gljúfrið og þorpið Litochoro
Í dag ætlum við að skoða eitt frægasta Grikklands og þó víðar væri leitað. Þetta er sjálft Olympusfjallið, sem var bústaður guðanna tólf í grískri goðafræði.
Við heimsækjum fyrst fornleifarnar í Dion sem eru á opnu svæði og þar stendur fornt leikhús með ótrúlegan hljómburð sem notað er enn í dag.
Síðan förum við í stutta gönguferð í gegnum Enipeas gljúfrið sem liggur fyrir ofan þorpið Litochoro. Samkvæmt goðafræðinni var Enipeas fallegastur fljótaguðanna.
Slóðinn sem við göngum er heillandi og leiðir okkur út að fallegu útsýni yfir svæðið og fjallið. Að lokum stoppum við í þorpinu Litochoro þar sem við fáum okkur hádegisverð á hefðbundnum veitingastað. Þorpið er staðsett við rætur Olympus og er miðstöð göngugarpa sem eru að leggja í fjallið upp til Mytikas sem er hæsti tindur Olympusfjalls.
Innifalið: Morgunverður og hádegis- eða kvöldverður..


thessalonikia_olympus_1.jpg

Miðvikudagur 29. september. Þessalóníkía - Kavala
Þá er komið að því að kveðja Þessalónikíu og halda lengra í austur. Við tökum daginn rólega, njótum náttúrufegurðarinnar á leiðinni og kíkjum niður í bæ í Kavala þegar við erum komin þangað. Í Kavala dveljum við í tvær nætur á hótel Galaxy.
Innifalið: Morgunverður og hádegis- eða kvöldverður.


thessalonikia_istanbul_kavala.jpg

Fimmtudagur 30. september. Vínsmökkun í Kavala
Við byrjum daginn á því að fara í skoðunarferð um gamla bæinn í Kavala, en ökum síðan til Filippi þar sem Páll postuli dvaldi um tíma. Þar var fyrsta kristna kirkjan á evrópskri grund stofnuð og þar fór einnig fyrsta skírnin í Evrópu fram.  Næst heimsækjum við einn af stærstu vínbændum Grikklands. Lazaridis fjölskyldan sem á risastóra vínakra í Drama er fræg innan og utan Grikklands fyrir framleiðslu á góðum vínum. Við fáum leiðsögn um vínbúgarðinn sem endar á skemmtilegri vínsmökkun.
Innifalið: Morgun-, hádegis og kvöldverður.

Föstudagur 1. október. Borgir og bæir í Norður Grikklandi
Við kveðjum Kavala og höldum til Alexandroupolis þar sem við dveljum í tvær nætur. Á leiðinni stöldrum við hjá ánni Nestos, en hún á upptök sín í Búlgaríu og rennur í bugðum og beygjum í gegnum Grikkland og út Eyjahafið. Til forna myndaði áin landamærin á milli Makedóníu og Þrakíu. Eftir útsýnisstopp og stuttan göngutúr höldum við áfram til borgarinnar Xanthi.
Áin Kozynthos skiptir bænum í Xanthi í 2 hluta, gamla bæinn og nýja bæinn. Báðir hlutar hafa sinn sjarma, en gamli bærinn dregur að ferðamenn sem heillast að flísalögðum götunum og húsunum sem eru blanda af grískum, nýklassískum og ottómana arkitektúr. Eftir gott hádegisstopp keyrum við áfram til Alexandroupolis.
Gistum á hótel Astir Egnatia í tvær nætur.
Innifalið: Morgun-, hádegis og kvöldverður.


thessalonikia_alexandroupolis_2.jpg

Laugardagur 2. október. Þjóðgarðurinn Dadia og silkibær við landamæri Tyrklands
Við byrjum daginn á að skoða klaustur frá 12. öld og höldum áfram til þjóðgarðsins í Dadia. Þar heimsækjum við upplýsingamiðstöðina þar sem okkur er sagt frá náttúrunni og dýralífinu við Evros vatnasvæðið. Okkur býðst einnig að fara með lítill rútu eða ganga út á útsýnissvæði þar sem við getum fylgst með hinum ýmsu ránfuglum sem búa í Evros.
Þaðan höldum við til bæjarins Soufli sem er við landamæri Tyrklands og varð frægur á miðöldum fyrir fallega silkiframleiðslu.
Innifalið: Morgunverður og hádegis- eða kvöldverður.


thessalonikia_dadia.jpg

Sunnudagur 3. október. Ekið til Istanbúl
Ekið frá Alexandroupolis að landamærum Grikklands og Tyrklands.
Við kveðjum gríska rútubílstjórann, skiptum um rútu og leiðin liggur til Istanbúl.
Akstur dagsins tekur um 5 klst. Gist á hótel Zurich Istanbul í hjarta gömlu borgarinnar.
Innifalið: Morgun- og kvöldverður.


thessalonikia_sigling_istanbul_2.jpg

Mánudagur 4. október. Topkapi höllin 
Hálfs dags ferð um Istanbúl og meðal annars er farið haldið að höll soldánanna Topkapi, sem í mörgum byggingum og er í dag safn. Komið við á hæðinni Eyup en þaðan er mikið útsýni fyrir borgina og sundin og ekið meðfram hinum forna rómverska virkisvegg ásamt fleiri merkisstöðum.
Innifalið: Morgun- og kvöldverður.


thessalonikia_sigling_istanbul_taksim_torg.jpg

Þriðjudagur 5. október. Ægissif, Vatnsveitan og Bláa Moskan
Dagsferð að skoða stórfenglegar byggingar borgarinnar. Fyrsta má telja Ægissif (Hagia Sophia), sem var byggð sem kirkja en var breytt í mosku á 15.öld og er ein merkasta bygging heims. Bláa Moskan er heimsótt og gengið um Hippodrome. Heimsækjum líka Basilica Cistern, hina fornu vatnsveitu sem er undir miðborginni og var með kerfi til að veita vatni til Topkapi hallarinnar. Brunnarnir eru skammt frá Ægissif og voru byggðir á 6.öld.  Hermt að 7.000 þrælar hafi unnið við verkið.
Innifalið: Morgun- og hádegisverður.


thessalonikia_sigling_istanbul_hagia_sophia.jpg

Miðvikudagur 6. október. Taksim torg, Grand Baazar og sigling um Bospourus
Ekið yfir í nýja borgarhlutann þar sem sjáum Taksim torg og Gelata turninn og hádegisverður með á veitingastað með útsýni yfir sundin blá.
Göngum um stærsta markað heims „Grand Bazaar“ og komum líka við á kryddmarkaðnum.
Um kvöldið siglum við um Bosporus sund á meðan við snæðum kvöldverð og sjáum borgina líða hjá.
Innifalið: Morgun- hádegis- og kvöldverður.


thessalonikia_sigling_istanbul_grand_baazar.jpg

Fimmtudagur 7. október. Frjáls dagur
Frjáls dagur
Innifalið: Morgunverður.


thessalonikia_sigling_istanbul_bospourus.jpg

Fimmtudagur 8. október. Heimferð
Frjáls morgunn og flogið heim um miðjan dag.  Tékkað út af hótelinu og ekið á flugvöll flogið með Lufthansa til Frankfurt kl. 13:55 og áfram til Íslands kl. 21:50 áætluð lending í Keflavík er kl. 23:30
Innifalið: Morgunverður.

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Verð og innifalið

 • Hótel í ferðinni

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef FRA

  3,5 klst.

  Morgunflug

 • Gjaldmiðill

  Evra

  Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun