Þessalóníkí og Istanbúl
Saga tveggja heimsvelda
Myndagallerí
Þessalóníkí og Istanbúl
Saga tveggja heimsvelda.
5.-19. október.
Fararstjóri: Þóra Valsteinsdóttir
Uppselt
Það eru fáir staðir í heiminum þar sem vísbendingar um árekstra heimsvelda eru eins skýr eins og í sýslunum tveimur í Norður-Grikklandi, Makedóníu og Þrakíu. Með rúmlega 2.300 ára siðmenningu hefur þetta svæði verið heimili forn Grikkja, Rómverja, Bísantína, Ottomana og loks nútíma Grikkja. Hvert heimsveldi setti sitt mark bæði menningarlega og efnislega, eins og sjá má í byggingarstílnum, í matnum og í lífsháttum fólksins. Við byrjum ferðina í Þessalóníki, höfuðborg Makedóníusýslunnar og annari stærstu borg Grikklands. Borgin var vagga nýsköpunar í fornöld og um hana streymir enn í dag sama skapandi orkan.
Falleg náttúra og mikil saga verður á vegi okkar hvert sem litið er, á Olympus þar sem guðirnir 12 bjuggu, í Pella og Vergina sem voru höfuðborgir heimsveldis Alexanders mikla, í Filippi þar sem Páll postuli lét reisa fyrstu kirkjuna í Evrópu og í Nestos og Evros þar sem sjáum villt dýralíf og falleg fljót og stöðuvötn.
Eftir söguveislu í Grikklandi er farið til Istanbúl, sem er fjölmennasta borg Tyrklands, miðstöð menningar og fjármála landsins. Borgin liggur beggja vegna Bosporussunds, sem tengir Svartahaf og Marmarahaf, svo borgin er eins og brú milli Asíu og Evrópu, bæði hvað varðar landafræði og menningu. Áætlað er að á milli 12 og 19 milljónir búi í borginni, sem þýðir að þetta er ein stærsta borg Evrópu og veraldar. Í borginni er mikill fjöldi sögulegra bygginga, spennandi listasafna og annarra safna. Þar ber hæst Topkapi höllina, Hagia Sophia og Bláu Moskuna. Í Istanbúl er fjöldi verslanamiðstöðva, sumar þeirra gamlar og sögufrægar, en aðrar nýtískulegar. Basarinn mikli, sem hefur starfað frá árinu 1461, er einn elsti og stærsti yfirbyggði markaður veraldar. Markaðurinn Mahmutpasha basar er undir berum himni og nær frá Basarnum mikla að Egypska basarnum, sem hefur verið stærsti kryddmarkaður Istanbúl frá árinu 1660.
Dagur | Flugnúmer | Brottför | Kl. | Koma | Kl. |
5. október | FI306 | Keflavík | 07:35 | Stokkhólmur | 12:45 |
5. október | SK1823 | Stokkh | 18:15 | Þessaloniki | 22:25 |
19.október | TK1785 | Istanbul | 16:05 | Kaupmannahöfn | 18:25 |
19.október | FI217 | Kaupmannahöfn | 21:05 | Keflavík | 23:50 |
Laugardagur 5. október
Flogið með Icelandair til Stokkhólms eftir stopp er haldið áfram til Þessalonikí með SAS og áætluð lending kl. 22:25
Komið til Þessalóníkí og ekið á hótel Mediterranian Palace Sem staðsett er í hjarta borgarinnar.
Sunnudagur 6. október. Gönguferð um borgina
Eftir morgunverð förum í skoðunarferð um Þessalóniki, sjáum Hvíta turninn sem er einkenni borgarinnar, styttuna af Alexander mikla og keyrum síðan upp í virkið fyrir ofan gamla bæinn til að fá útsýni yfir Thermaikos flóann og borgina og stundum sést meira að segja til Olympus fjallsins. Þaðan keyrum við niður í miðborgina aftur fram hjá sigurboga Galenusar að hinni fallegu kirkju Agios Dimitrios sem er verndardýrlingur borgarinnar. Frá kirkjunni göngum við fram hjá rómverska markaðnum inn á Aristotelous torgið og markaðinn þar. Ferðin endar á hádegisverði á souvlaki veitingastað rétt hjá hótelinu. Eftirmiðdagur og kvöldið frjálst.
Innifalið: Morgun- og hádegisverður.
Mánudagur 7. október. Í spor Páls postula
Í dag ætlum við að feta í spor Páls postula en þegar hann kom í fyrsta skipti yfir til Evrópu, llenti hann á stað sem í dag er kallaður Kavala. Við byrjum á því að skoða fornu borgarinnar Filippi þar sem postulinn var settur í fangelsi og eftir að við skoðum þessar merkilegu fornleifarnar og skírnarhúsið sem reist var á staðnum þar sem skírnin á Lydíu og fjölskyldu hennar fór fram árið 49/50, keyrum við til borgarinnar Kavala. Þar stoppum við til að njóta þess að vera í þessari áhugaverðu borg sem sem hreykir sér af háborg (akrópólis), rómverskum vatnsleiðslum, fallegum kirkjum, tyrknesku hverfi með tilheyrandi bænahúsum, yndislegri strönd og túrkísbláu hafi. Við fáum okkur hádegismat í Kavala og keyrum til baka í eftirmiðdaginn.
Innifalið: Morgun- og hádegisverður.
Þriðjudagur 8. október. Þessaloniki borgin
Fráls dagur til að njóta þess sem Þessalóniki býður upp á, en þessi merkilegi höfuðstaður norðursins kemur á óvart fyrir hvað borgin er lífleg og skemmtileg. Þessalóniki er fyrst og fremst borg unga fólksins þar sem hún er stærsti háskólabærinn í landinu á eftir Aþenu, en einnig var og er mikill iðnaður í borginni, sérstaklega textíliðnaður sem gerir það að verkum að Þessaloníki er mikil tískuborg. Hún er í rauninni aðal verslunarborg landsins og hægt að kaupa þar fatnað á góðu verði. Þessalóniki er lika talin aðal matarborg landsins og í henni mætast matarvenjur austurs og vesturs sem gera matinn sem er í boði sérlega gómsætan.
Veitingastaðir, kaffihús og barir eru út um allt þar sem fólkið og gestirnir í borginni njóta hins líflega götulífs.
Innifalið: Morgunverður.
Miðvikudagur 9. október. Olympus fjallið og Enipeas gljúfrið.
Í dag keyrum við frá Þessalóníki til Vergina með viðkomu í bænum Vería, en Vergína var fyrsta höfuðborg Makedóníu, en þar var Filippus II konungur drepinn í leikhúsinu árið 336 f.kr. og Alexander mikli sonur hans útnefndur konungur. Fimm grafir fundust á svæðinu árið 1976 og í einni þeirra, gröf Filippusar, fannst einn mesti fjársjóður sem grafinn hefur verið upp í Grikklandi. Þessar gersemar eru varðveittar í fornminjasafninu í Vergina sem við skoðum.
Við kveðjum Vergina og keyrum áfram suður með ströndinni að Ólympus fjallinu en þar sem við skoðum helgistaðinn Dion en hann notuðu Makedónukonungar til fórna áður en þeir fóru í stríð. Við tökum hádegisstopp í þorpinu Litochoro við rætur Olympus og eftir matinn förum við í stuttan göngutúr upp Epineasgljúfrið að stað sem ber heitið baðstaður Seifs. Við komum til baka til Þessalóniki í eftirmiðdaginn og borðum sameiginlegan kvöldverð í nágrenni hótelsins.
Innifalið: Morgun- og kvöldverður.
Fimmtudagur 10. október. Náttúrufegurð, köld og heit böð í Pozar
Í dag ætlum við að njóta náttúrufegurðarinnar við rætur fjallsins Kaimaktsalan, en þar eftir miðju fjallinu liggja landamæri Grikklands og Norður Makedóníu (FYROM) Lindaráin Toplitsa rennur þar í gegnum gljúfur og á mörgum stöðum við ána eru heitar lindir sem hægt er að baða sig í. Mikil náttúrufegurð einkennir svæðið og við stoppum i Pozar böðunum til að njóta kaldra og heitra baðanna. Eftir böðin fáum við okkur hádegisverð og höldum svo til bæjarins Edessa þar sem gaman er að fá sér drykk við fossana sem bærinn státar sér af. Við erum komin til baka í eftirmiðdaginn og kvöldið er frjálst.
Innifalið: Morgunverður.
Föstudagur 11. október. Klaustrin í Meteora.
Eftir morgunverð keyrum við frá Þessaloniki til Meteora. Það er engin leið að lýsa Meteora sem á grísku þýðir ,,það sem hangir í lausu lofti’’ Náttúruundrið samanstendur af himinháum sandsteinsdröngum sem eru eins og þeim hafi verið hent af himnum ofan. Í rauninni eru þeir vind og vatnssorfinn framburður fornaldarfljóts sem rann út í innsjó sem í dag er Þessalíusléttan. Á miðöldum komu þangað munkar sem byggðu klaustur uppi á þessum dröngum og í dag standa þarna 6 klaustur. Við byrjum á því að skoða þessa stórkostlegu kletta og stoppum á mörgum útsýnisstöðum, en heimsækjum líka eitt klaustur til að sjá hvernig munkarnir og nunnurnar hafa búið á þessum stað í aldaraðir. Áður en við keyrum til baka stoppum við í litla bænum Kastraki til að fá okkur ekta sveitamat.
Innifalið: Morgun- og hádegisverður.
Laugardagur 12. október. Frjáls dagur
Frjáls dagur í Þessalóniki, en við hittumst um kvöldmatarleytið til að fara saman út að borða.
Innifalið: Morgun- og kvöldverður.
Sunnudagur 13. október. Þjóðgarðurinn Dadia og silkibær við landamæri Tyrklands
Eftir morgunverð keyrum við í austur frá Þessalóniki til landamærastöðvarinnar Kypoi sem er á landamærum Grikklands og Tyrklands. Við fáum okkur hádegismat á leiðinni og þegar við komum til Kypoi förum við úr grísku rútunni, göngum stuttan spöl yfir landamærin til Tyrklands þar sem við förum í tyrkneska rútu. Við höldum áfram með henni til Istanbul.
Sunnudagur 13. október, Tyrkland - Istanbul
Farið í Tyrknesku rútuna, Ekið sem leið liggur inn til Istanbul. Tékkað inn á hótel Zurich Istanbul, þar sem gist er í sex nætur. Kvöldverður á hótelinu.
Innifalið: Morgun- hádegis og kvöldverður.
Mánudagur 14. október. Topkapi höllin
Hálfs dags ferð um Istanbúl og meðal annars er farið haldið að höll soldánanna Topkapi, sem í mörgum byggingum og er í dag safn og einnig í Eyup moskuna. Komið við á hæðinni "Pierre Loti" en þaðan er mikið útsýni fyrir borgina og sundin og ekið meðfram hinum forna rómverska virkisvegg ásamt fleiri merkisstöðum. Kvöldverður á Hamdi veitingastaðnum þar sem einnig er mikið og fallegt útsýni yfir borgina og sundið.
Innifalið: Morgun- og kvöldverður.
Þriðjudagur 15. október. Ægissif, Vatnsveitan og Bláa Moskan
Dagsferð að skoða stórfenglegar byggingar borgarinnar. Fyrsta má telja Ægissif (Hagia Sophia), sem var byggð sem kirkja en var breytt í mosku á 15.öld og er ein merkasta bygging heims. Bláa Moskan er heimsótt og gengið um Hippodrome. Heimsækjum líka Basilica Cistern, hina fornu vatnsveitu sem er undir miðborginni og var með kerfi til að veita vatni til Topkapi hallarinnar. Brunnarnir eru skammt frá Ægissif og voru byggðir á 6.öld. Hermt að 7.000 þrælar hafi unnið við verkið.
Innifalið: Morgun- og hádegisverður.
Miðvikudagur 16. október. Taksim torg, Grand Baazar og sigling um Bospourus
Ekið yfir í nýja borgarhlutann þar sem sjáum Taksim torg og Gelata turninn og Istiklal Street sem er ein þekktasta gata Istanbul með verslunum og veitingastöðum.
Göngum um stærsta markað heims „Grand Bazaar“ og komum líka við á kryddmarkaðnum.
Um kvöldið siglum við um Bosporus sund á meðan við snæðum kvöldverð og sjáum borgina líða hjá.
Innifalið: Morgun og kvöldverður.
Fimmtudagur 17. október. Frjáls dagur
Frjáls dagur
Innifalið: Morgunverður.
Föstudagur 18. október. Frjáls dagur
Frjáls dagur
Innifalið: Morgunverður.
Laugardagur 19. október. Heimferð
Frjáls morgunn og flogið heim um miðjan dag. Tékkað út af hótelinu um hádegið og ekið á flugvöll flug með Turkish airline til Kaupmannahafnar kl. 16:05 og áfram með Icelandair frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur kl 22:30. Áætluð lending í Keflavík kl. 23:50
Innifalið: Morgunverður.
-
Veðrið
-
Flugtími
Kef ARN
3,5 klst.
Morgunflug
-
Gjaldmiðill
€Evra
Gengi