fbpx Þriggja landa sýn | Vita

Þriggja landa sýn

England, Frakkland, Spánn

Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Þriggja landa sýn

Independence of the Seas
21.-29. september 2025

Southampton, Englandi – París, ( Le Havre ) Frakklandi – Bilbao, Spáni – La Coruna, Spáni – Vigo, Spáni og Southampton, Englandi.

Stutt ferðalýsing

Flogið í morgunflugi með Icelandair til London og ekið til Southampton þar sem gist er í eina nótt fyrir siglingu. Farið um borð í Independence of the Seas, siglt niður Ermasundið til Le Havre í Frakklandi og þaðan er siglt niður Atlantshafið til Bilbao, La Coruna og Vigo á Spáni áður en haldið er aftur til Southampton.


freedom_class.jpg

Independence of the Seas
Skipið er eitt af stóru skipunum í flotanum og tilheyrir Freedom klassanum. Independence er 154,400 tonn og um 339 metra langt. Skipið var smíðað í Turku í Finnlandi 2008 og síðan algerlega endurnýjað 2018. Á Independence of the Seas er boðið upp á endalausa möguleika fyrir alla aldurshópa, þar er einnig sérstakt vatnasvæði fyrir lítil börn, klettaklifurveggur, trampólín, Escape Room, vatnsrennibrautir, körfubolta og fótboltavöll að ógleymdu FlowRider sem er brimbrettabraut. Á skipinu er göngugata „Royal Promenade“ þar sem iðar allt af lífi, kaffihús, verslanir og veitingastaðir. Í leikhúsinu er boðið upp á Broadway sýningar. Skautasvellið er á sínum stað þar sem gestir geta reynt sig á skautum eða farið á ótrúlega skautasýningu. Á hverju kvöldi er boðið upp á þriggja rétta máltíð í aðal veitingastaðnum sem er upp á þrjár hæðir, auk þess sem eru nokkrir sérveitingastaðir auk bara og skemmtistaða.  Á sundlaugardekkinu eru 3 sundlaugar, 5 heitir pottar þar af tveir pottar sem koma í boga út fyrir skipið, ævintýralegt barnasundsvæði og rólegt fullorðinssvæði „ solarium“Á sport svæðinu er körfuboltavöllur, minigolf, klifurveggur og brimbrettalaug ( flow rider). Fullkomin líkamsræktarstöð sem býður upp á jóga og ýmsa aðra tíma. Snyrtistofa (Spa) með mikið af alls konar meðferðum. Independence of the Seas rúmar allt að 4560 farþega og er með 2350 manna áhöfn.  

Klefar eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, sjónvarpi með flatskjá, ísskáp eða smábar, hárþurrku, snyrtiborði og öryggishólfi. Baðherbergi með sturtu og snyrtivörum. Herbergisþjónusta allan sólarhringinn.

Flugnúmer Dags Flugvöllur Brottför Flugvöllur Lending
FI450 21.september Keflavik 07:35 London Heathrow 11:45
FI451 29.september London Heathrow 13:05 Keflavík 15:30

Siglingatafla

Dagur Áfangastaður Koma Brottför
22.september Southampton Englandi   17:00
23.september Paris ( Le Havre ) Frakklandi 07:00 19:00
24.september Á siglingu    
25.september Bilbaó, Spáni 08:00 17:00
26.september La Coruna, Spáni  08:00 17:00
27.september Vigo, Spáni 07:00 16:00
28.september Á siglingu    
29.september Southampton, Englandi 05:30  

Ferðatilhögun

Sunnudagur 21.september
Flogið í beinu flugi til London með Icelandair og lent um hádegið, ekið er áleiðis á hótelið í Southampton þar sem gist er nóttina fyrir siglingu með viðkomu í Stonehenge.


stonehenge_uk.jpg

Mánudagur 22. september – Southampton
Southampton á suðurströnd Englands er lífleg hafnarborg og rík af sögu, verslunum, veitingastöðum og vínbörum. Tengsl borgarinnar við seinni heimsstyrjöldina eru sterk, ekki síst lok hennar, og hér er heimahöfn farþegaskipsins Queen Mary 2. Í dag er borgin þekktust sem háskólaborg og fyrir
verslanir með afar hagstæðu verði. Margt af því skemmtilegasta að skoða leynist þó utan borgarmarkanna.
Um hádegi er ekið að höfninni þar sem Independence of the Seas liggur við festar. Tékkað inn og um að gera að byrja að njóta. Skipið siglir af stað út mjóan fjörðin kl. 17:00


sigling_yfir_hafid_southampton_england_1.jpg

Þriðjudagur 23.september - Paris ( Le Havre )
Le Havre er borg í Normandy héraði í Frakklandi en héraðið er staðsett á norðurströnd landsins. Þrátt fyrir að Le Havre eigi sér langa sögu um sjómennsku er borgin í dag þekktust meðal ferðamanna fyrir að vera aðkomuleið þeirra að París. Þegar farið er með skipi til Parísar er lagt að bryggju í Le Havre sem er næststærsta höfn í Frakklandi en nafnið á borginni þýðir meira að segja „höfnin“.
Hefðbundið sjávarloftslag sem oftar en ekki er vindasamt þarna við strandlengjuna, mætir gestum sem koma við í Le Havre í siglingu um Evrópu, á leið sinni til Parísar. Þegar nálgast er höfuðborgina tekur við hlýrra og þægilegra veðurfar, sérstaklega á þeim tímum sem flest skemmtiferðaskip koma til Le Havre og Parísar, á vorin og á sumrin.


paris_almennar_borg_5.jpg

Miðvikudagur 24.september - Á siglingu
Hér er dagur til að njóta þess sem boðið er upp á í skipinu á meðan siglt er niður  Atlantshafið eftir ströndum Frakklands og til Bilbao á Spáni.


independence_of_the_seas.jpg

Fimmtudagur 25.september - Bilbao, Spáni
Bilbao er fjölmennasta borg Baskalands og höfuðstaður Biskajahéraðs, á Norður-Spáni, skammt frá landamærum Frakklands. Borgin hefur umbreyst úr einskonar ljótum andarunga í fagran svan síðustu ár. Hún hefur fengið róttæka andlitslyftingu, gengið í gegnum mikla lýtaaðgerð þar sem borgarskipulag hefur verið bætt og ýmiskonar grunnvirki endurnýjuð. Þessar borgarbætur hafa verið drifkraftur endurreisnar og nýs lífs fyrir íbúa og gesti. Ferðaþjónusta hefur blómstrað hin síðari ár af þessum sökum. Í reynd má segja að ný Bilbao hafi þannig risið úr rústum iðnaðarkreppu níunda áratugar síðustu aldar og umbreyst í fallega og mannvæna borg. Þar ber hæst hið útlitsfagra Guggenheim-safn eftir Kanadamanninn Frank O. Gehry. En fleiri byggingarlistardjásn hafa orðið til. Ráðstefnu- og tónlistarhöllin Euskalduna er í þeim hópi. Einnig nýtt jarðlestakerfi sem breski arkitektinn Norman Foster hannaði. Santiago Calatrava, frægasti núlifandi arkitekt Spánverja, teiknaði nýja flugstöð við flugvöllinn skammt utan borgarinnar. Eftir hann er einnig Zubizuri – Hvíta brú – en hún bættist fyrir nokkrum árum við þær brýr sem liggja yfir Nervión-fljót í borginni. Á bökkum þess, skammt frá  Guggenheim og Hvítu brú, gnæfa og ný háhýsi eftir þá Arata Isozaki frá Japan og  César Pelli frá Argentínu. Margt fleira er nýtt af nálinni eða uppgert og endurbætt. 
Borgin stendur í kvos meðal iðjagrænna hæða. Áðurnefnt Nervión-fljót rennur í gegnum hana. Í  fljótinu í gætir sjávarfalla og skipgengt er upp til borgarinnar. Fyrr á tíð var höfn þar en hún var færð til strandar.


bilbao_heromynd_-_3000x2100.jpg

Föstudagur 26.september - La Coruna, Spáni
LA Coruña er borg og sveitarfélag í sjálfstjórnarhéraðinu Galisíu á norður-Spáni. Borgin liggur við Ártabro-flóa og er mikilvæg höfn. Hún er sú næststærsta í héraðinu og telur um 245.000 íbúa. Borgin tilheyrir ennfremur samnefndri sýslu.
Borgin hefur upp á margt að bjóða þó hún sé ekki eins þekkt og Madríd eða Barcelóna. Borgin er þægileg yfirferðar. Hjólaferðir og fallegar strendur eru tákn um hversu lífið er einfalt og þægilegt. Menning og listir eru einnig miklar í þessum falda gimsteini sem borgin er og hægt að feta í fótspor Picasso á æskuheimili hans.  Eins og í öðrum Spönskum borgum er hægt að gleyma sér í drykkjum, tapas og eiga góða stund í La Coruna.


la_coruna_sigling.jpg

Laugardagur 27.september - Vigo, Spáni
Vigo er borg í spænska sjálfstjórnarhéraðinu Galisíu og er borgin sú fjölmennasta í héraðinu með tæplega 200.000 íbúa og er borgin rétt norður af Portúgal. Í Vigo er ákaflega góð höfn frá náttúrunnar hendi og er höfnin ein helsta hafnarborg á spáni. Landslagið í kring um borgina er sérstaklega fallegt og er hún umkringd grasivöxtnum hlíðum og hæðum .Eins og í öðrum borgum á spáni þá er mikið um fallegar og fornar byggingar. Til þess að kynnast einu því besta sem Vigo hefur uppá að bjóða er nauðsynlegt að bragða á ljúffengum sjávarréttum sem eru dæmigerðir fyrir borgina; ýsa a la marinera, kökur með kjötdegi eða fiskidegi (ewmpanadillas) ostrur og skeldýr sem skolað er niður með  frábærum vínum úr héraðinu. Vigo státar sig einnig af bestu stöndum Spánar


vigo_spain_spann_sigling.jpg

Sunnudagur 28.september.  Á siglingu
Þessi dagur fer í það að njóta alls þess sem er í boði á þessu frábæra skipi, um gera að láta dekra við sig hvort sem er við sundlaugina eða innandyra í heilsulindinni eða í því sem hugurinn girnist.


rci_id_europe_may2018_sbw_0106_ret_cmyk.jpg.jpg

Mánudagur 29.september – Southampton- Heimferð
Independence of the Seas leggst við bryggju í Southampton klukkan 05:30 að morgni. Eftir morgunverð er tékkað út og rútan bíður hópsins, þaðan er  ekið að Heathrow flugvelli. Flogið heim með Icelandair kl. 13:05 og áætluð lending í Keflavík kl.  15:15

 

Sjá nánari ferðalýsingu
Ferðir
Flug
Báðar leiðir
Aðra leið
 • Hagnýtar upplýsingar um skipið

 • Verð og innifalið

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
 • Veðrið

 • Flugtími

  Kef LHR

  3 klst

  Morgunflug

 • Rafmagn

  220 volt

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun