fbpx Strandstígar Costa Brava | Vita

Strandstígar Costa Brava

Skemmtilegar gönguferðir og dásamleg matarupplifun

Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið

Myndagallerí

Strandstígar Costa Brava - 15.-22. maí 2024

- léttar gönguferðir og matarupplifun með Astrid Helgadóttur

 

15. maí Flogið til Barcelona – stutt gönguferð um Platja d’Aro 

Morgunflug til Barcelona með Icelandair, FI 596 kl. 08:35.  Áætlaður lendingartími í Barcelona kl. 14:45. Þaðan verður ekið í u.þ.b. 1,5 klst til Platja d´Aro á Costa Brava.  
Platja d´Aro er í hjarta Costa Brava. Með rúmlega tveggja kílómetra langa strandlengju og jafn langa verslunargötu með öllum helstu verslunum eins og Apple,Mango, Zara, Benetton og fl. Þar er einnig mikið af smábúðum með fallegar og vandaðar vörur.  Nóg af börum og veitingastöðum.  
Gist verður á Hotel Aromar, sem er 4ra stjörnu hótel við ströndina, með verslanir, veitingastaði og bari í næsta nágrenni. 
Síðdegis verður farið í u.þ.b. klukkustundar gönguferð um bæinn til að átta sig á staðháttum. 

16. maí  Gengið frá Sant Felíu de Guixols til Platja d´Aro 

Lagt af stað um kl. 10:00 með rútu til Sant Felíu de Guixols, u.þ.b. 15 mínútna akstur.  Þaðan er gengið meðfram klettum til S´Agaró og áfram eftir fallegasta standstígnum á Costa Brava til Sa Conca strandarinnar, ein af þeim fallegri á svæðinu. Þar gefst tími til þess að fara í sjóinn og í sólbað. Borðað á veitingastað á ströndinni sem býður upp á ljúffenga sjávarrétti (ekki innifalið í verði ferðar). Síðan er haldið áfram til Platja d´Aro.  
Í fyrri partinum (Frá Sant Feliu til S´Sagaró) er mikið af tröppum, bæði upp og niður. Tæplega þriggja tíma ganga allt í allt, 10km og 140metra hækkun.  
Seinnipartur og kvöld frjálst. 

17. maí  Gengið frá Platja d´Aro til San Antoni de Calonge og til baka. 

Lagt af stað um kl: 10:00. Gengið frá Platja d´Aro til Sant Antonio de Calonge. Farið í gegnum 9 litlar strandvíkur á leiðinni, hver annarri fallegri. Tröppugangur frá einni vík til annarrar. Hægt að fara í sólbað og í sjóinn fyrir hádegismat. Hádegisverður í San Antonio (ekki innifalinn í verði ferðar) og gengið sömu leið til baka. Tæplega þriggja  tíma ganga fram og til baka. 16 km og 300 metra hækkun.  
Síðdegi og kvöld frjálst. 

18. maí  Gengið frá La Fosca til Calella de Palafrugell 

Lagt af stað um kl.10:00. Farið í rútu til La Fosca (u.þ.b. 20 mín akstur) og gengið þaðan til Calella de Palafugell. Mjög falleg gönguleið. Gengið fram hjá Cala S´Alguier,  yfir strandlengjuna Cala Castell og svo upp á fjall og yfir í Calella de Palafrugell. Þar verður góður tími til að fá sér hádegismat og skoða bæinn en hann er einn af fallegri strandbæjum á Costa Brava  og vert að eyða smá tíma og njóta. Farið í rútu til baka til Platja d´Aro.  
Rúmlega tveggja tíma ganga, 9 km og 280m hækkun. 
Síðdegi og kvöld frjálst. 

19.maí  Gengið frá El Faro de Llafranc til Tamaríu og til baka. 

Lagt af stað um kl 10:00. Farið með rútu að vitanum í Llafranc. Skoðum svæðið í kring, stórkostlegt útsýni yfir strandbæinn Llafranc og lengra. Hægt að fá sér smá hressingu áður en lagt er af stað til Tamaríu. Gengið yfir  fjallshæð til Tamaríu. Dásamlegt útsýni. Tími fyrir hádegisverð í Tamaríu sem er 300 manna strandbær.  Rúmlega þriggja tíma ganga fram og til baka. 13km og 600 metra hækkun. Farið í rútu til baka til Platja d´Aro.  
Seinnipartur og kvöld frjálst.

20. maí  Platja d´Aiguablaba - Platja Fonda fram og til baka 

Lagt af stað um kl: 10:00: keyrt norður til Platja de´Aiguablava og gengið þar til Platja Fonda. Þetta er stysta gönguleiðin en sú mest krefjandi því það er mikill tröppugangur en algjörlega þess virði því útsýnið er stórkostlegt. Hádegismatur í Platja d´Aigablava. Keyrt til baka til Platja d´Aro. Tæplega tveggja tíma ganga, 5 km og 300m hækkun.  
Síðdegi og kvöld frjálst. 

21. maí  Frjáls dagur í Platja d‘Aro, afslöppun og notalegheit. 

Förum saman út að borða síðasta kvöldið.

22. maí  Heimferð 

Lagt af stað frá hóteli um kl. 11:00 og ekið sem leið liggur á flugvöllinn í Barcelona.  Heimflug með Icelandair, FI597 kl. 15:45 og áætlað að lenda í Keflavík kl. 18:20

Sjá nánari ferðalýsingu
Bókaðu þína ferð
Báðar leiðir
Aðra leið
  • Verð og innifalið

  • Hagnýtar upplýsingar

  • Gott að vita

Gististaðir

Kort

Sjá alla gististaði
  • Veðrið

  • Flugtími

    Kef BCN

    4

    Morgunflug

  • Gjaldmiðill

    EUR

    Evra

    Gengi

Sjá Kortasýn Sjá gististaði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun