abba Berlin
Vefsíða hótels
Stórgott hótel í hjarta Charlottenburg - hverfisins, 250 metra frá Kurfürstendamm verslunarstrætinu og í léttu göngufæri við dýragarðinn og sædýrasafnið. Ógrynni verslana og veitingastaða allt um kring og 5 mínútna gangur í næstu lestarstöð.
Í hótelinu eru 214 björt og rúmgóð herbergi, 26 fermetrar hið minnsta, sem rúma frá einum og upp í fjóra einstaklinga. Innréttingar eru stílhreinar og nútímalegar, viður og áklæði ljóst. Parkett er á gólfum. Stillanleg loftkæling og upphitun er í öllum vistarverum, einnig flatskjársjónvarp með innlendum og erlendum rásum, smábar og öryggishólf sem rúmar fartölvu. Ókeypis þráðlaus nettenging er alls staðar. Á baðherbergjum er baðker með sturtu, hárþurrka, lúxus baðvörur og snyrtispegill.
Ríkulegt hlaðborð er alla morgna á veitingastaðnum abba mía. Í hádeginu og á kvöldin er áherslan á ítalska, þýska en þó sérstaklega spænska rétti af matseðli úr ferskustu mögulegu hráefnum og ríkulegt úrval léttvíns. Setustofan er hugguleg og barinn flottur. Þar er upplagt að fá sér hressandi kaffisopa, girnilega tapasrétti eða ljúffengan kokteil í lok dags. Ef spennandi íþróttaviðburðir eru í gangi er sýnt beint frá þeim á skjá á barnum.
Lítil heilsulind með gufubaði, heitum potti, hvíldarhreiðri og aðstöðu til líkamsræktar er í hótelinu.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og er þar er boðið upp á þvotta- og þjónustu til þurrhreinsunar, farangursgeymslu og starfsfólk aðstoðar við miðakaup.
Hótel abba er á frábærum stað í miðborginni, í léttu göngufæri við Kurfürstendamm - verslunarstrætið og dýragarðinn auk þess sem auðvelt er að komast með almenningssamgöngum að öllum helstu kennileitum og söfnum borgarinnar. Fjöldi veitingastaða, öldurhúsa og verslana er í götunum í kring.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 12 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður