Academy Plaza Hotel

Vefsíða hótels

Mjög gott hótel rétt við O’Connell-stræti í hjarta miðborgarinnar, í um 10 mínútna göngufjarlægð frá Dublin-kastala og Temple Bar hverfinu. Veitingastaðir, verslunargötur og almenningssamgöngur á alla kanta. Rúta sem gengur frá flugvellinum stoppar rétt við hótelið.

Í hótelinu eru 304 nýlega uppgerð herbergi sem ætluð eru frá einum og upp í fjóra einstaklinga. Innréttingar eru nútímalegar og þægilega, í björtum litum. Teppi eru á gólfum. Öll herbergin eru búin stillanlegri loftkælingu og upphitun, flatskjársjónvarpi með fjölda gervihnattarása, síma, öryggishólfi sem rúmar fartölvu, straujárni og -borði og aðstöðu til að laga te og kaffi. Á baðherbergjum er hárþurrka og ókeypis baðvörur. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu. 

Morgunverðarhlaðborð er í veitingasal. Sir Harry’s Grill Bar & Bistro er veitingastaður og bar í senn, eins og nafnið ber með sér, og þar er lögð áhersla á að nýta ferskasta hráefni í boði hverju sinni. Þar er einnig gott úrval af víni, kokteilum, kaffidrykkjum og tei. 
Góð líkamsræktaraðstaða er í hótelinu, nóg af lóðum að lyfta og þeir sem svitna ekki nóg á gönguferðum um borgina geta bætt úr því þar. Í heilsulindinni er í boði nudd og aðrar líkamsmeðferðir og þar er hárgreiðslu- og snyrtistofa.

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er töskugeymsla og boðið er upp á þvotta- og þurrhreinsiþjónustu og gjaldeyrisskipti. 
Academy Plaza gæti varla verið betur staðsett í hjarta miðborgarinnar. O’Connell-breiðstrætið er handan við hornið og verslanir, veitingastaðir, barir og klúbbar í götunum í kring.
Aðeins tekur 10 mínútur að ganga að Dublin-kastala og almenningssamgöngur eru rétt við hótelið svo auðvelt er að komast að öllum helstu söfnum, kennileitum og öðrum áhugaverðum viðkomustöðum borgarinnar.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 12 km
 • Miðbær: Í miðborginni
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður