fbpx Albir Garden. Gott íbúðahótel. Stutt frá strönd. Í Albir milli Benidorm og Altea

Albir Garden
3 stars

Vefsíða hótels

Albir Garden er gott íbúðahótel, stutt frá ströndinni í Albir, rólegum bæ miðja vega milli Benidorm og Altea á Costa Blanca. Hentar mjög vel fyrir fjölskyldur.

Albir Garden Resort státar af rúmlega 400 vistarverum í lágreistum (þriggja hæða) byggingum. Íbúðirnar rúma allt að fjóra,en tveir geta sofið inn í svefnherbergi og tveir í svefnsófa í stofunni. Íbúðirnar eru einfaldar en snyrtilegar með litlum svölum. Eins og lenska er orðin á þessum slóðum eru allar íbúðirnar bjartar, flísa- og parketlagðar og að sjálfsögðu loftkældar og upphitaðar. Í þeim er sjónvarp með gervihnattarásum og sími. Öryggishólf eru í móttöku. Eldhúskrókur er vel búinn með helluborði, kæliskáp, örbylgjuofni og öðru því sem nauðsynlegt er í nútímaeldhúsi. Þráðlaus netaðgangur er á almenningssvæðum og í íbúðum, gestum að kostnaðarlausu. Svalir eru á öllum íbúðum.

Veitingahús er á staðnum þar sem bornar eru fram alþjóðlegar kræsingar á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Við sundlaugina sem býður upp á mikið úrval drykkja og einnig ýmiss konar léttmeti. Þá er setustofubar einnig í hótelinu.

Mikil afþreying er á hótelinu sem opin er frá miðjum júní fram í miðjan september. Má þar nefna tvær sundlaugar og sérstaka barnalaug í fallegum og gróskumiklum garði. Þar er að sjálfsögðu góð sólbaðsaðstaða með bekkjum og sólhlífum. Einnig eru tvær stórar vatnsrennibrautir sem teknar voru í notkun vorið 2015. Góð leikaðstaða er fyrir börn og skemmtidagskrá er á svæðinu. Ekki er nema nokkurra mínútna gangur niður á strendur sem eru meðal þeirra bestu á Costa Blanca.

Gestir hafa aðgang að glæsilegri líkamsræktaraðstöðu og heilsulind þar sem meðal annars er innilaug, nuddpottur, sána, tyrkneskt bað og nuddherbergi auk þess sem þar er hægt að fá bæði hand- og fótsnyrtingu.

Afbragðsíþróttasvæði er við hótelið með tennisvelli, blakvelli og hlaupabrautum. Biljarð, borðtennis og pílukast er einnig í boði.

Eins og áður segir Er Albir rólegur bær en fyrir þá sem vilja líta á verslanir eða fjörugt næturlíf er stutt að aka til Benidorm og þangað ganga einnig almenningsfarartæki. Skemmtigarðar eins og Terra Mitica (tívolí) og Aqualandia (vatnsskemmtigarður) eru skammt undan. Vart þarf að nefna að golfvellir eru víða og kylfingar þurfa því engu að kvíða.

Ath. barnarúm þarf að greiða fyrir á staðnum beint til hótels
Ath. yfir vetrartíma eru vatnsrennibrautir í garðinum ekki opnar. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 65 km
 • Miðbær: 1,6 km
 • Strönd: 15 mínútur
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í nágrenninu

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging á sameiginlegum svæðum án endurgjalds, en gegn gjaldi í íbúðum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun