fbpx Allure of the Seas | Vita

Allure of the Seas
5 stars

Vefsíða hótels

Allure of the Seas er í " flokknum Oasis Class“  hjá skipafélaginu Royal Caribbean Cruise Line, en honum tilheyra stærstu skemmtiferðaskip heims. Skipin eru fljótandi ævintýraheimur þar sem ýmsar nýjungar sjá dagsins ljós og s.s. garðinn friðsæla Central Park um miðbik skipsins með kaffihúsum og veitingastöðum. Afturþilfarið Royal Promenade Boardwalk minnir á Tivolí með hringekju, ísbúð og ekta amerískum „Diner“. Vatnleikhúsið Aquapark er aftast á skipinu og er undravert að horfa á meistara í dýfingum sýna listir sínar undir fögrum tónum. Vel er hugsað um fjölskyldur og bæði krakkar og unglingar geta leikið sér og spreytt sig í ævintýraþrautum, klifurveggjum, öldulaugum og hverju sem hugurinn girnist. Veitingastaðir og kaffihús eru fjölmargir og Allure of the Seas er fyrsta skipið með ekta Starbucks kaffihús.

Allure of the Seas  fór í sína jómfrúarferð 1.desember 2010. Skipið er 229.900 lestir og um 362 metrar á lengd og með rými fyrir 5.400 farþega. Áhöfnin telur tæplega 2200 manns. Heilsulindin Vitality at Sea, Spa & Fitness Center býður uppá allt hugsanlegt dekur og að sjálfsögðu fylgir tækja- og íþróttasalur. Spilavíti, verslanir og alls18 barir og veitingastaðir.

Klefarnir eru alltaf með tveimur rúmum sem hægt er að hafa saman eða setja náttborð á milli og hafa þannig tvö rúm. Flestir eru þeir með setkrók með sófa og skrifborði, kæliskáp (hægt að panta drykki gegn gjaldi og nota sem smábar), öryggishólfi og sjónvarpi. Hægt er að bóka skoðunarferðir, horfa á kvikmyndir og panta herbergisþjónustu í klefann í gegnum sjónvarpið. Baðherbergi er með sturtu, snyrtivörum, baðsloppum og hárþurrku. Herbergisþjónusta er opin allan sólarhringinn.

Á efsta þilfari er skokkbrautin, þar sem hægt er að ganga eða hlaupa hringinn um skipið. Þar öldulaug og fleiri nýjungar þar sem unnendur vatnasports geta fengið útrás.
Á sólarþilfari eru sundlaugar, heitir pottar, sólstólar og innisundlaug með fínustu aðstöðu. Að sjálfsögðu eru barir og veitingastaðir á báðum þilförum og á vissum tímum troða skemmtikraftar upp með söng og lifandi tónlist.

Kvöldverður eru borinn fram í aðal veitingasal skipsins, OPUS sem er á þremur hæðum. Hægt er að borða á öðrum veitingastöðum og á flestum en ekki öllum þarf að greiða vægt gjald og kostar misjafnlega mikið eftir stöðum.  Nefna má Oriental staðinn Izumi, ameríska staðinn Chops Grille, Giovannis´s Table sem er auðvitað ítalskur og Johnny Rockets þar sem hamborgarar og laukhringir eru málið.

Þegar kvöldar taka við glæsilegar sýningar og uppákomur bæði í innileikhúsinu Amber Theatre, útileikhúsinu Aquatheater eða á skautasvellinu. Þeir sem vilja slappa af geta sest á einhvern af börunum, t.d. Kampavínsbarinn eða Boleros, svo smá hlusta á Jazz eða dansa inn í stjörnubjarta nóttina undir ljúfum tónum og stundum undir töfrum mánans.

Hvert sem valið er skemmtisigling með Allure of the Seas undursamlegt ævinrýri.

 

Fjarlægðir

  • Veitingastaðir: Um borð

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Skemmtidagskrá
  • Veitingastaður
  • Aðgengi fyrir fatlaða
  • Bar
  • Barnadagskrá
  • Barnaleiksvæði
  • Barnasundlaug
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Herbergi: Klefar með svölum eru á efri þilförum frá 6. - 12. og snúa út á haf og klefar án svala á 3. - 11. þilfari.

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Hárþurrka
  • Verönd/svalir: Í ákveðnum verðflokki, sjá verð og innifalið

Fæði

  • Fullt fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun