Altis Grand

Vefsíða hótels

Heillandi hótel í miðborg Lissabon í göngufæri við verslunargötuna Avenida Libertade og fjörugt mannlíf.

Á hótelinu eru 300 rúmgóð herbergi (þar á meðal 12 svítur), nýlega endurnýjuð frá grunni, búin nýjum húsgögnum úr íbenviði og ryðfríu stáli.  Á öllum herbergjum er sjónvarp, öryggishólf, netaðgangur, smábar, sími, hárþurrka og loftkæling.

Stutt er frá hótelinu í sögufræg hverfi borgarinnar eins og Bairro Alto og Princípe Real. Þar er að finna lífleg veitingahús, bari, listasöfn, verslanir og staði þar sem Fado-tónlist er flutt.

Á Altis-hótelinu eru tveir veitingastaðir. Annar þeirra er D. Fernando-grill á 12. hæð þar sem hægt er að gæða sér á rammportúgölskum mat og virða fyrir sér stórkostlegt útsýni um leið. Hinn heitir Rendez Vouz Café sem býður upp á ýmiss konar mat og léttar veitingar hvenær sem er dagsins. Einnig eru tveir barir á hótelinu.

Hótelið hýsir 18 vel búna ráðstefnu- og fundarsali sem rúma allt frá 8 til 750 manns. Upphituð innisundlaug og líkamsræktarsalur standa gestum til boða og einnig er hægt að fá ýmiss konar dekurmeðferð.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 7 km
 • Miðbær: Í miðbænum
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
 • Sundlaug: Innisundlaug

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun