Apartamentos Fariones, Puerto del Carmen
Vefsíða hótels

Apartamentos Fariones er einfalt og gott íbúðahótel á yndislegum stað rétt við Playa Grande í hjarta Puerto del Carmen.
Á hótelinu eru 138 íbúðir sem skiptast í stúdíóíbúðir og eins til tveggja herbergja íbúðir. Íbúðirnar eru rúmgóðar og heimilislegar með stórum gluggum sem hleypa birtunni vel inn. Veggir eru hvítmálaðir og húsgögn eru í ljósum litum. Ljósar flísar eru á gólfum. Í öllum íbúðum er loftkæling, internet, sjónvarp og öryggishólf. Í öllum íbúðum er lítið eldhús með tekatli, örbylgjuofni, ísskáp og öllu því helsta sem þarf til eldamennsku. Íbúðunum fylgja svalir með útihúsgögnum en þar er yndislegt að sitja á daginn og á kvöldin og njóta lífsins. Baðherbergin eru flísalögð og þar eru sturta og baðkar, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu er veitingastaður þar sem boðið upp á morgunverð á girnilegu hlaðborði með köldum og heitum réttum en hægt er að borða innandyra eða úti á veröndinni. Í hótelgarðinum er bar þar sem hægt er að kaupa snarl til að njóta yfir daginn.
Í hótelgarðinum er góð sundlaug en sólbaðsaðstaða með sólbekkjum er á sundlaugarsvæðinu, allt í kringum sundlaugina. Einnig er á hótelinu sérstök sólbaðsverönd með nuddpotti. Í hótelgarðinum er leiksvæði fyrir börnin og sérstök barnasundlaug. Þar fyrir utan er aðeins nokkurra mínútna ganga frá hótelinu að ströndinni, hvort sem gestir sækjast í fjörið eða afslöppunina þar.
Gestamóttakan á hótelinu er opin allan sólarhringinn og starfsfólk er tilbúið til að hjálpa gestum að bóka dagsferðir og skipuleggja ógleymanlegt frí. Á hótelinu er ýmis þjónusta í boði, til dæmis er hægt að fara í hárgreiðslu á staðnum eða skella sér í nudd. Reiðhjól eru til leigu og starfsfólk getur aðstoðað gesti við að leigja bíl.
Hótelið hentar sérlega vel fyrir ferðamenn sem vilja vera út af fyrir sig en á sama tíma nýta sér hótelþjónustu. Frábær staðsetning fyrir alla sem vilja koma í frí á ströndinni, iðka íþróttir eða kynna sér menningararfleifð Lanzarote.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 10 km
- Strönd: 250 m í Puerto Del Carmen
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Án fæðis