fbpx Apartments Santa Ponsa | Vita

Apartments Santa Ponsa
3 stars

Vefsíða hótels

Einfaldar og nýuppgerðar íbúðir , vel staðsettar í hinum vinsæla strandbæ Santa Ponsa. 
Íbúðirnar voru teknar í gegn fyrir sumarið 2016 og urðu þá 3*. 

Íbúðahótelið er til húsa sitt í hvorri byggingunni. Hluti íbúðanna er í neðri byggingunni en þar er móttakan fyrir báðar byggingarnar. Fyrir framan innganginn eru leiktæki og kaffihús við hliðina.  Til að fara í efri bygginguna er tekin lyfta úr bakgarðinum og þar er sundlaugargarður sem þjónar báðum byggingunum.
Ef óskað er eftir sérstakri staðsetningu er best að hafa samband við söluskrifstofu VITA. 

Íbúðirnar eru ýmist með einu eða tveimur tveggja manna svefnherbergjum og svefnsófum í setustofu. Minni íbúðirnar rúma fjóra en þær stærri sex. Eldhúskrókur er með helluborði, ísskáp og örbylgjuofni og allar eru þær með sérbaðherbergi og svölum eða verönd. Loftkæling er í öllum íbúðum svo og sjónvarp en öryggishólf er fáanlegt gegn gjaldi. Netsamband er ekki í íbúðum en á almenningssvæðum er hægt að komast í samband og þarf að borga sérstaklega fyrir það. Hótelbyggingarnar standa hátt í bænum og því er útsýni úr þeim afbragðsgott en á móti kemur að þær henta ekki fólki sem á erfitt um gang.

Enginn veitingastaður er í íbúðahótelinu en þó er þar bar þar sem hægt er að fá sér drykk og bita og horfa á sjónvarp um leið. Drykkja- og snarlsjálfsalar eru einnig á svæðinu. Mikið úrval veitingastaða er í nágrenninu.

Stór sundlaug með lítilli barnalaug er í garðinum og þar er einnig stórt sólbaðssvæði. Vel er séð fyrir þörfum barna fyrir tómstundaiðju því að sérstakur barnaklúbbur starfar í hótelinu fimm daga vikunnar. Tvö billjardborð eru á svæðinu og tölvuleikjaaðstaða. Greiða þarf sérstaklega fyrir hvort  tveggja. 

Nóg er við að vera nenni fólk ekki að liggja endalaust í sólbaði. Hægt er að leigja sér reiðhjól, fara í líkamsrækt og hvorki fleiri né færri en þrír golfvellir eru í Santa Ponsa. Eins og annars staðar í grennd við Palma er ekki langt að fara í vatnsskemmtigarð eða sædýrasafn og í Magaluf, strandbæ skammt frá Santa Ponsa, er hægt að komast í körtuakstur (Go-Kart). Santa Ponsa er aðeins í 20 km fjarlægð frá höfuðborginni Palma og þangað gengur strætó á 45 mínútna fresti.

Vinsamlega athugið að Santa Ponsa svæðið er hæðótt þannig að flest hótelin eru í smá halla. 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 34 km
  • Miðbær: 26 km í miðbæ Palma
  • Strönd: Við ströndina
  • Veitingastaðir: Í nágrenninu

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Bar
  • Barnadagskrá
  • Barnasundlaug
  • Gestamóttaka
  • Íbúðir
  • Lyfta
  • Nettenging: Nettenging gegn gjaldi á sameiginlegum svæðum
  • Íbúðir: Rúma allt að 6 manns

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Ísskápur
  • Verönd/svalir
  • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

  • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun