fbpx Arena Center | Vita

Arena Center
4 stars

Vefsíða hótels

Mjög gott íbúðahótel fimm mínútur frá ströndinni í Roquetas de Mar. Góður hótelgarður. Tveggja mínútna gangur í stórmarkað, veitingastaðir og verslanir í næstu götum, fimm mínútur á ströndina og litlu lengra á glæsilegan golfvöll.

Í hótelinu eru 210 hugguleg stúdíó og íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum, 41 til 80 fermetrar að stærð og ætlaðar frá tveimur og allt að fjórum einstaklingum. Innréttingar eru nútímalegar og hlýlegar, í millibrúnum við og rauðum og hvítum litum. Flísar eru á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, sími, öryggishólf og þráðlaus nettenging. Við allar íbúðir eru svalir búnar húsgögnum.

Morgunverður með heitum og köldum réttum er af hlaðborði og einnig hádegis- og kvöldverður, sérstakir réttir fyrir börnin. Þar að auki er setustofubar á hótelinu og kaffihús. 

Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar, önnur er stór með sérstökum nuddpotti og hin er busllaug fyrir börnin. Sólbekkir og sólhlífar eru kringu laugarnar. Á sundlaugarbarnum fæst snarl og svalandi drykkir. 

Gufubað og líkamsræktaraðstaða er í hótelinu og upphituð innilaug er opin yfir kaldari mánuði ársins. Þrjá mánuði yfir sumarið er skipulögð dagskrá fyrir börn og fullorðna.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er farangursgeymsla og bílaleiga. Gestir geta nýtt þvottaaðstöðu með þvottavélum og þurrkurum gegn gjaldi.

Arena Center er frekar rólegt íbúðahótel á frábærum stað, stutt frá ströndinni í Roquetas de Mar. Öll þjónusta í næstu götum með verslunum og veitingastöðum og stutt er í alls kyns afþreyingu fyrir alla fjölskylduna, til dæmis eru aðeins 250 metrar í glæsilegan 18 holu golfvöll.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 40 km
 • Miðbær: Í hjarta Roquetas de Mar
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun