Arguineguín Park by Servatur
Vefsíða hótels
Arguineguín Park er glæsilegt íbúðahótel á yndislegum, rólegum stað í hlíðum Argueineguín á hinni sólríku suðvesturströnd Gran Canaria. 10 mínútna gangur á ströndina.
Í samstæðunni eru 263 rúmgóðar tveggja og þriggja herbergja íbúðir í fjórtán fimm hæða byggingum. Hægt er að velja um fimm gerðir af íbúðum, 65 til 135 fermetrar að stærð, sem rúma frá þremur fullorðnum og allt að sjö fullorðnum og tveimur börnum. Innréttingar eru nútímalegar og einstaklega smekklegar, í ljósum litum. Parket eða flísar á gólfum.
Allar íbúðirnar eru vel útbúnar, með fullbúinni eldhúsinnréttingu, eldhúsborði og stólum, ofni, örbylgjuofni, helluborði, kaffivél, uppþvottavél, ísskáp og öllum nauðsynlegum áhöldum. Loftkæling og upphitun er í öllum íbúðum, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum og ókeypis þráðlaus nettenging. Á baðherbergjum er stór sturta, hárþurrka og baðvörur.
Rúmgóðar svalir eða verönd búin húsgögnum erum við allar íbúðirnar. Útsýni yfir hafið er frá flestum íbúðum.
Veitingastaðurin er í hótelinu sem býður upp á úrval spænskra rétta af matseðli í hádeginu og á kvöldin.
Hótelgarðurinn er glæsilegur, með tveimur sundlaugum auk barnalaugar og allt um kring er sólbaðsaðstaða með bekkjum, sólhlífum og balíbeddum. Á sundlaugarbarnum eru í boði léttir réttir af ýmsum gerðum auk svalandi drykkja.
Glæsileg íbúðasamstæða á rólegum stað, 10 mínútna gang frá Las Marañuelas-ströndinni á suðvesturhluta Gran Canaria. Stutt frá eru bæirnir Anfi del Mar og Patalavaca þar sem verslanir, barir og veitingastaðir eru á hverju strái.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 40 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
- Strönd: 10 min gangur á Las Marañuelas ströndina
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Loftkæling: og upphitun
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis