Armin
Vefsíða hótels

Armin er gott þriggja stjörnu „Superior" hótel þar sem eigendur hótelsins, Armin fjölskyldan, hugsa af einstakri natni um gesti sína. Hótelið er við aðalgötuna í Selva og um 400 metrar eru að Ciampinoi kláfnum, sem gengur upp á skíðasvæðið í Selva.
Boðið er upp á litla hótelskutlu að skíðalyftunum og geta gestir pantað far með bílnum.
Herbergin rúma öll allt að 3 fullorðna en hægt er að sérpanta herbergi sem rúma allt að 4-5.
Herbergin geta verið misjafnlega stór en eru öll með síma, sjónvarpi, öryggishólfi og þráðlausri nettengingu. Baðherbergi eru falleg ýmist með sturtu eða baði og hárþurrku.
Sum herberbergi eru með svölum en önnur ekki.
Einbýli eru örfá
Á hótelinu er bar og maturinn er fyrsta flokks. Hótelgestir á Armin koma þangað aftur og aftur, ekki síst til að borða hinn ljúffenga mat sem á borðum er og njóta hinnar persónulegrar þjónustu, sem er aðalsmerki hótelsins.
Fín heilsulind er á hótelinu með gufubaði, heitum potti og notalegu hvíldarherbergi. Hún er innifalin en greiða þarf fyrir afnot af heita pottinum.
Skíðageymsla er á hótelinu.
Aðeins er í boði ferðir til og frá flugvellinum í Verona. Rútuferðina þarf að bóka aukalega gegn gjaldi. Einnig þarf að bóka aukalega gegn gjaldi skíðapoka.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 192 km
- Frá miðbæ: Í miðbænum
- Frá skíðalyftu: 400 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Þráðlaust net: Þráðlaus nettenging er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum.
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Bar
- Veitingastaður
- Upphituð skíðageymsla
Vistarverur
- Herbergi: Comfort sem eru 23-26m2 og taka 2-3 og Superior sem eru 30-40m2 og taka 2-4
- Minibar
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði