fbpx Armin, gott superior þriggja stjörnu hótel.

Armin
3 stars

Vefsíða hótels

Armin er gott þriggja stjörnu „Superior"  hótel þar sem eigendur hótelsins,  Armin fjölskyldan, hugsa af einstakri natni um gesti sína.  Hótelið er við aðalgötuna í Selva og um 400 metrar eru að Ciampinoi kláfnum, sem gengur upp á skíðasvæðið í Selva.

Boðið er upp á litla hótelskutlu og geta gestir pantað far með bílnum.

Tveggja manna herbergi eru:
Comfort, sem eru 23-26m2 og taka 2-3
Superior" sem eru 30-40m2 og taka 2-4.
Herbergin eru nýlega uppgerð, öll með  síma, sjónvarpi, öryggishólfi og þráðlausri nettengingu. Baðherbergi eru falleg ýmist með sturtu eða baði og hárþurrku.
Comfort herbergin eru með svölum en Superior herbergin eru svalalaus.

Einbýli eru örfá og ekki með svölum.

Á hótelinu er bar og maturinn er fyrsta flokks. Hótelgestir á Armin koma þangað aftur og aftur, ekki síst til að borða hinn ljúffenga mat sem á borðum er og njóta hinnar persónulegrar þjónustu, sem er aðalsmerki hótelsins.

Fín heilsulind er á hótelinu með gufubaði, heitum potti og notalegu hvíldarherbergi. Hún er innifalin en greiða þarf fyrir afnot af heita pottinum.
Skíðageymsla er á hótelinu. 

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á hotel Armin:

• Allt starfsfólk hótelsins fóru í skimun fyrir Covid -19 áður en sumarvertíðin hófst.
• Starfsfólk er hitamælt daglega. 
• Gestir og starfsfólk verða að nota grímu í sameiginlegum rýmum og alls staðar þar sem ekki er hægt að virða eins meters fjarlægðarregluna. Spritt er víðsvegar um hótelið og nauðsynlegt að spritta sig reglulega.
• Herbergin eru sótthreinsuð milli gesta samkvæmt ströngum reglum.
• Allir gestir og starfsfólk verða að spritta hendur og nota grímu og hanska áður en farið er í morgunverðar- kvöldverðarhlaðborð.
• Eins meters fjarlægðarregla gildir allst staðar á hótelinu.
• Takmarkaður fjöldi að heilsulindinni og nauðsynlegt að bóka tíma í móttöku. 

Hér eru helstu upplýsingar um sóttvarnir á svæðinu. Reglur geta breyst fyrir vetrargesti. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 192 km
 • Miðbær: Í miðbænum
 • Skíðalyfta: 400 m
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Veitingastaður
 • Upphituð skíðageymsla
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum.
 • Herbergi: Comfort sem eru 23-26m2 og taka 2-3 og Superior sem eru 30-40m2 og taka 2-4

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Verönd/svalir: Comfort herbergin eru með svölum en Superior herbergin eru svalalaus

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun