Art Hotel
Vefsíða hótels

Hótel Art er fjögurra stjörnu hótel staðsett í 10 mínútna göngufjarlægð frá gamla bænum og er því fjölskrúðugt mannlíf, veitingastaðir og verslanir allt um kring.
Á hótelinu er gestamóttaka sem opin er allan sólarhringinn, veitingastaður og bar. Þarna má einnig finna líkamsræktaraðstöðu og heilsulind þar sem í boði eru ýmsar snyrtimeðferðir. Uppi á þaki hótelsins er útisundlaug og lítil sólbaðsaðstaða.
Öll herbergin eru rúmgóð og fallega innréttuð en þau eru með loftkælingu, síma, sjónvarpi, hárþurrku, öryggishólfi og minibar. Baðherbergi eru ýmist með sturtu eða baðkari og helstu snyrtivörum.
Hótel á góðum stað í borginni, miðbærinn í næsta nágrenni og ströndin Bacvive er í 1.5 km. fjarlægð.
Fjarlægðir
- Miðbær: Rétt hjá
- Strönd: 1,5 km.
- Veitingastaðir: Í næsta nágrenni
- Flugvöllur: 22,6 km.
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður