Astoria Barcelona
Vefsíða hótels
Klassískt, þægilegt og sjarmerandi þriggja stjörnu hótel í hjarta fjármálahverfis Barcelona og eins vinsælasta verslunarhverfis borgarinnar.
Í hótelinu eru 117 þægileg og algerlega hljóðeinangruð herbergi sem hafa nýlega verið endurnýjuð frá grunni. Húsgögn eru nútímaleg og hönnuð með tilliti til notagildis. Herbergin eru frá 12 m2 upp í 27 m2 og eru stærstu herbergin hentug fyrir fjölskyldur. Í öllum herbergjum er sérbaðherbergi með marmarainnréttingu, baðkeri og og ókeypis baðvörum, sjónvarp með gervihnattastöðvum, beinn sími, öryggishólf, smábar, hárþurrka og ókeypis barnarúm ef óskað er. Gjaldfrjáls þráðlaus netaðgangur er í öllum herbergjum.
Astor-veitingastaðurinn er prýddur módernískum steinprentsverkum og art nouveau-veggspjöldum í hreinræktuðum Parísarstíl sem gefa honum skemmtilegt yfirbragð og auka einungis ánægjuna sem gesturinn fær af þeim katalónsku kræsingum sem þar eru fram bornar.
Auk veggspjaldanna á veitingastaðnum er hótelið skreytt veggmálverkum (freskum) og brjóstmyndum og þar er listasafn helgað katalónska skopmyndateiknaranum og málaranum Ricard Opisso. Útisundlaug er við hótelið og og á efstu hæðinni er bæði líkamsræktarstöð og sána.
Hotel Astoria gæti ekki verið á betri stað í Eixample-hverfi, við Avinguida Diagonal og fáein skref frá Passeig De Gràcia, La Rambla og Plaça Catalunya sem verður að teljast hin eiginlega borgarmiðja. Í grenndinni úir og grúir af veitingahúsum, kvikmyndahúsum, leikhúsum og söfnum og í hverfinu eru einnig þekktustu verk Gaudis, Kirkja hinnar heilögu fjölskyldu og hin móderníska bygging hans, Casa Milà eða La Pedrera. Auk þess stendur hótelið afbragðs vel hvað snertir samgöngur til annarra borgarhluta.
Hægt er að skoða myndband af aðstöðunni hér
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 15 km
- Miðbær: 1 km - 15 mín. ganga
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
Vistarverur
- Hárþurrka
- Loftkæling
- Minibar
- Sjónvarp
- Öryggishólf
Fæði
- Morgunverður